Skip to main content
Aldan

Ert þú áhugasamur um málefni verkalýðshreyfingarinnar?

By January 20, 2014No Comments

Aldan stéttarfélag hefur hafið undirbúning fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður í mars/apríl 2014. Einn liður í þeim undirbúningi er að finna áhugasama félagsmenn sem vilja leggja sitt af mörkum og taka þátt í krefjandi en jafnframt gefandi félagsstarfi.

Aldan stéttarfélag hefur hafið undirbúning fyrir aðalfund félagsins sem haldinn verður í mars/apríl 2014. Einn liður í þeim undirbúningi er að finna áhugasama félagsmenn sem vilja leggja sitt af mörkum og taka þátt í krefjandi en jafnframt gefandi félagsstarfi.

Hlutverkin eru misstór og fjölbreytt en allir sem áhuga hafa eru hvattir til að setja sig í samband við starfsmenn félagsins, þó ekki væri nema til að forvitnast, en einnig til að láta vita af ykkar áhuga og fá upplýsingar um hvernig staðið er að kosningu.

Dæmi um stöður sem þarf að manna árlega eru t.d. í stjórn félagsins, stjórnir deilda, kjörstjórn, skoðunarmenn reikninga, vinnudeilusjóð og stjórn sjúkrasjóðs. Auk þessa þarf félagið reglulega að senda fulltrúa á hina ýmsu fundi, þing, ráðstefnur og aðalfundi.

Félagsmenn eru ávallt velkomnir á skrifstofuna!

– Munum að styrkur hvers félags liggur hjá félagsmanninum –

Aldan stéttarfélag
Borgarmýri 1
550 Sauðárkróki
S: 453 5433
aldan@stettarfelag.is

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com