Skip to main content

Orlofssjóðir Öldunnar, Vlf. Snæfellsness, Vls. Sandgerðis og Verk Vest hafa ákveðið að hefja samstarf um rekstur á orlofsíbúð á Spáni. Hafa félögin fest kaup á raðhúsi sem er á jarðhæð í raðhúsahverfinu Altomar III í Los Arenelas.

Orlofssjóðir Öldunnar, Vlf. Snæfellsness, Vls. Sandgerðis og Verk Vest hafa ákveðið að hefja samstarf um rekstur á orlofsíbúð á Spáni. Hafa félögin fest kaup á raðhúsi nr. 13 sem er á jarðhæð í raðhúsahverfinu Altomar III í Los Arenelas og hefur húsið fengið nafnið „Vinaminni“.
Íbúðin er í lokuðum kjarna þar sem enginn kemst inn nema hafa lykil eða aðgangsheimilid.
Hún er vel búin öllum helstu þægindum með loftkælingu og mjög gott aðgengi er að íbúðinni. Gistipláss er fyrir 6 fullorðna í tveimur herbergjum og svefnsófa í stofu og einnig fylgir ferðabarnarúm. Raðhúsakjarninn er mjög snyrtilegur en fyrir miðju kjarnans er sameiginleg sundlaug með barnalaug sem aðeins íbúarnir hafa aðgang að. Við hliðina á sundlauginni er stigahús niður í bílastæðakjallarann. Stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni.

Staðsetning rétt sunnan við Alecante

Raðhúsahverfið Altomar III í Los Arenales er rétt sunnan við Alicante borg og mjög gott útsýni er til Alicante frá ströndinni í Los Arenales. Akstur frá Alicante flugvelli til hverfisins tekur um 15 mínútur, en um 20 mín. akstur er inn í miðborg Alicante frá íbúðinni. Auðvelt er að taka bílaleigubíl frá flugvelli og auðvelt að fylgja leiðbeiningum til áfangastaðar.

Los Arenales er strandbær sem býður upp á alla nauðsynlega þjónustu með verslunum og veitingastöðum. Mjög stutt er frá íbúðakjarnanum niður á ströndina sem er í 5 – 10 mínútna göngufæri. Strandlengja Los Arenales er nánast samfelld sandfjara í átt til Alicante í norðri og til Santa Pola í suðri. Þar er mjög fjölbreytt þjónusta með úrvali veitingastaða, stórmarkaða og verslana. Um 10 mínútna akstur er til Sant Pola og um 5 mínútna akstur til Gran Alicant sem er þjónustukjarni sem ekið er í gegnum frá flugvellinum á leið til Altomar III. Um 40 mínútna akstur er til Torriveija frá Los Arenales.

Leiga

Vlf. Snæfellinga í Grundafirði heldur utan um úthlutun til allra félaganna og sér um lyklaafhendingu í samráði við leigutaka. Umsóknarfrestur vegna sumarleigu 2015 er til 31. janúar 2015. Gert er ráð fyrir að þriðjudagar verði skiptidagar í sumarleigu. Rétt er að benda á að íbúðin er laus til vetrarleigu frá 10. desember 2014 og gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær um vetrarleiguna. Félagsmenn eru beðnir að snúa sér til Ólafar hjá Vlf. Snæfellsness með umsóknir og frekari upplýsingar í síma 588 9191 á opnunartíma virka daga frá kl.10:00 – 15:00 eða með tölvupósti á netfangið olof@verks.is .

  • Sumarleiga frá 1. maí – 30. sept. Leigutími er 2 vikur,  verð kr. 80.000.
  • Vetrarleiga frá 1. okt. – 30. apr. Vikuleiga er kr. 40.000 og stakur sólahringur er kr. 6000.
  • Félögin hafa gert þjónustusamning um þrif og umsjón með fasteign. Sérstakt gjald fyrir brottfararþrif á Spáni er kr. 17.000, óháð leigutíma. Greiða verður sérstaklega fyrir brottfararþrifin þegar leigusamningur er greiddur.
  • Félögin hafa sett sameiginlegar umgengnisreglur sem gilda hjá öllum félögunum vegna leigu á Vinaminni. Umgengnisreglur munu fylgja öllum leigusamningum ásamt leiðbeiningum um staðsetningu.
Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com