Skip to main content
AldanVMF

Fleiri gistimöguleikar í Reykjavík

By November 17, 2015No Comments

Félagið samdi nýverið við íbúðahótelið Blue Mountain Apartments í Kópavogi þar sem boðið upp á gistingu fyrir allt að fjóra í fallegum, rúmgóðum og vel útbúnum stúdíóíbúðum.

Félagið samdi nýverið við íbúðahótelið Blue Mountain Apartments í Kópavogi  þar sem boðið upp á gistingu fyrir allt að fjóra í fallegum, rúmgóðum og vel útbúnum stúdíóíbúðum.

Rúmföt og handklæði fylgja og eru rúmin  uppábúin við komuna. Baðherbergi eru öll með sturtu, frí nettenging er innifalin sem og aðgangur að öllum sjónvarpsrásum, auk þess sem þvottaaðstaða er til staðar á hótelinu með þvottavélum og þurrkurum.  Lyfta er í húsinu, aðgengið er auðvelt og frí bílastæði eru fyrir framan húsið.

Nánari upplýsingar fást hjá Jóhönnu í síma 859 8511 eða með því að senda tölvupóst á netfangið johanna@bma.is

Félagsmenn sjá sjálfir um að panta gistinguna á hótelinu en taka skal fram að um félagsmann sé að ræða. Verð fyrir félagsmenn er 13.900 krónur nóttin fyrir tvo og 16.400 fyrir fjóra. Félagið niðurgreiðir svo kostnaðinn enn frekar við framvísun reiknings á skrifstofu.

 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com