Skip to main content
AldanVMF

Fólkið sem fær ekki að vinna

By May 3, 2019No Comments

Til hamingju iðnaðarmenn með ný undirritaða kjarasamninga. Nú hafa nánast öll félög innan ASÍ gert samninga á hinum almenna markaði en fjöldi sérkjarasamninga er vissulega eftir, svo og samningar við ríki og sveitarfélög.

Til hamingju iðnaðarmenn með ný undirritaða kjarasamninga. Nú hafa nánast öll félög innan ASÍ gert samninga á hinum almenna markaði en fjöldi sérkjarasamninga er vissulega eftir, svo og samningar við ríki og sveitarfélög. Þrjú félög með beina aðild að ASÍ eiga einnig eftir að ganga frá kjarasamningi: Leiðsögn – stéttarfélag leiðsögumanna, Flugfreyjufélag Íslands og Mjólkurfræðingafélag Íslands. Auk þess losna samningar sjómanna ekki fyrr en 1. desember á þessu ári. Það er því ýmislegt eftir enn.

Ég naut þeirrar ánægju að vera ræðumaður á hátíðarhöldunum á 1. maí á Akureyri. Síðustu 7 ár hef ég fengið að halda ræðu hér og þar um landið á baráttudegi verkalýðsins og get vottað að baráttuandi og félagsleg virkni er mikil um allt land og fer vaxandi. Það er einstakt á 1. maí að finna vinnandi fólk um allan heim sameinast í kröfum um aukinn jöfnuð og betri kjör, fyrir velferð og gegn sérhagsmunum fjármagnseigenda.

Í ræðu minni fjallaði ég um misskiptingu auðs í heiminum og sameiginlega baráttu alls vinnandi fólks, sama af hvaða uppruna það er. Fólk er eins alls staðar í heiminum. Það vill vinna fyrir sér, njóta lífsins og búa í friði. Því miður er hópur hér á landi sem nýtur ekki þessara réttinda og er gert mjög erfitt fyrir að sækja vinnu. Það eru hælisleitendur sem flestir þrá að vinna fyrir sér og finna mennskuna sem fylgir því að vera hluti af samfélagi. Þetta er viðkvæmur hópur og það eru mýmörg dæmi um að atvinnurekendur nýti sér neyð þessa hóps og fái þá í svarta vinnu. Það er öllum í hag, samfélaginu og hælisleitendum að einfalda þessar reglur. Að jaðarsetja hópa í samfélaginu, hvort sem það eru hælisleitendur eða aðrir hópar er ávísun á misklíð og reiði sem sprettur af vanmætti. Við getum gert betur þegar kemur að jaðarsettum hópum, hvort sem það eru öryrkjar eða fólk sem kemur hingað í leit að betra lífi. Það var því einstaklega ánægjulegt að fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík skyldi gefa rými fyrir ávarp formanns Öryrkjabandalagsins á baráttufundinum á Ingólfstorgi 1. maí.

Góða helgi,
Drífa

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com