Skip to main content

Formenn og varaformenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hittust á tveggja daga fundi á Ísafirði dagana 9. og 10. september. Til umfjöllunar voru hefðbundin mál og dagskrá vetrarins en auk þess var sérstaklega fjallað um vinnustaðaeftirlit og mansal á vinnumarkaði.

Formenn og varaformenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS)  hittust á tveggja daga fundi
á Ísafirði dagana 9. og 10. september. Til umfjöllunar voru hefðbundin mál  og dagskrá vetrarins en auk þess var sérstaklega fjallað um vinnustaðaeftirlit og mansal á vinnumarkaði. Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar sat fundinn fyrir hönd félagsins ásamt Hjördísi Gunnarsdóttur varaformanni.

Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ fjallaði um verkefni sambandsins og stéttarfélaga í  vinnustaðaeftirliti og kom fram sterkur vilji til að efla það enn frekar um allt land. Snorri Birgisson sérfræðingur hjá lögregluyfirvöldum fjallaði um mansalsmál á vinnumarkaði. Starfsgreinasambandið er með fulltrúa í samráðshópi á vegum innanríkisráðuneytisins sem stendur fyrir fræðslufundum um mansalsmál.
Slíkir fundir eru á dagskrá í vetur víða um land til að stefna saman lögregluyfirvöldum, félagsmálayfirvöldum, heilbrigðisstarfsfólki og verkalýðsfélögum til að fræðast og koma á samstarfi ef grunur vaknar um mansal.

Fjárlagafrumvarpið var til umfjöllunar og var samþykkt ályktun á fundinum sem fyrstu viðbrögð SGS:

„Formannafundur Starfsgreinasambandsins mótmælir harðlega þeirri herferð sem ríkisstjórnin er í gegn atvinnulausum og öðru tekjulágu fólki og birtist í nýju fjárlagafrumvarpi. Skerðing á bótatíma atvinnulausra er afturhvarf til fortíðar. Með hækkun á matarskatti er verið að velta álögum frá tekjuhæsta fólkinu yfir á lágtekjufólk. Formenn og varaformenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem nú funda á Ísafirði munu berjast hart gegn öllum þeim áformum sem birtast í frumvarpinu og verða til þess að rýra enn afkomu almenns launafólks og sérstaklega þeirra tekjulægstu.“

 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com