Skip to main content
Aldan

Formannafundur SGS á Ísafirði

By September 8, 2014No Comments

Dagana 9. og 10. september nk. heldur Starfsgreinasamband Íslands (SGS) formannafund og verður hann að þessu sinni haldinn á Hótel Ísafirði.
Um er að ræða útvíkkaðan fund, þ.e. að til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi.

Dagana 9. og 10. september nk. heldur Starfsgreinasamband Íslands (SGS)  formannafund og verður hann að þessu sinni haldinn á Hótel Ísafirði. Um er að ræða útvíkkaðan fund, þ.e. að til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi.  Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar mun sitja fundinn fyrir hönd félagsins ásamt Hjördísi Gunnarsdóttur varaformanni.

Fjölmörg mál eru á dagskrá fundarins, s.s. umræða um kjaramál, framsaga um vinnustaðaskírteini og vinnustaðaeftirlit auk þess sem þing ASÍ verður til umræðu. Meðal annarra dagskrárliða má nefna erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða um stöðu atvinnulífs á Vestfjörðum, kynningu á starfsáætlun, ársreikningi og fjárhagsáætlun SGS og stefnu SGS varðandi sameiginleg dómsmál. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi frá kl. 13:00 á þriðjudeginum og ljúki um kl. 16:00 daginn eftir.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com