Skip to main content
Aldan

Formannafundur SGS ályktar um húsnæðisvanda

By June 1, 2017No Comments

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) var haldinn á Laugabakka í Miðfirði á þriðjudag og miðvikudag. Um svokallaðan útvíkkaðan fund var að ræða eða fyrir bæði formenn og varaformenn og sátu því Þórarinn Sverrisson formaður og Hjördís Gunnarsdóttir varaformaður fundinn fyrir hönd Öldunnar.

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) var haldinn á Laugabakka í Miðfirði á þriðjudag og miðvikudag. Um svokallaðan útvíkkaðan fund var að ræða eða fyrir bæði formenn og varaformenn og sátu því Þórarinn Sverrisson formaður og Hjördís Gunnarsdóttir varaformaður fundinn fyrir hönd Öldunnar.

Svohljóðandi ályktun var samþykkt á fundinum:

Húsnæðisvandinn á Íslandi er alvarlegur og kemur verulega niður á lífsgæðum fólks sem er á leigumarkaði eða þarf að kaupa fasteignir dýru verði. Nánast um allt land vantar húsnæði og samhliða mannaflsfreku atvinnulífi stuðlar þetta að miklum húsnæðisvanda.

Það færist í aukana að atvinnurekendur sjái starfsfólki fyrir húsnæði. Þessi þróun er bæði skiljanleg en jafnframt áhyggjuefni enda gerir það starfsfólk berskjaldaðra en ella gagnvart atvinnurekanda. Þá hafa verið brögð að því að starfsfólk greiði himinháa leigu fyrir óviðunandi húsnæði, leigu sem er dregin af launum þess og því í raun um kjaraskerðingu að ræða. Óprúttnir atvinnurekendur nýta því húsnæðisskortinn til að þrýsta niður launum og við það verður ekki unað.

Starfsgreinasamband Íslands gerir þá kröfu að leiguhúsnæði, hvort sem það er í gegnum atvinnurekanda eða aðra, lúti húsaleigulögum með þeim uppsagnarfresti og réttindum leigutaka sem þar er kveðið á um. Ráðningarsamningur á milli atvinnurekanda og starfsmanns er svo sjálfstæður samningur. Eina undantekningin á þessu er starfsfólk sem vinnur samkvæmt kjarasamningi Starfsgreinasambandsins og Bændasamtaka Íslands en þar er skilgreint hvað má draga af launum fyrir húsnæði og fæði. Það er þó alveg ljóst að skattstofninn er laun fyrir frádrátt.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com