Skip to main content
Aldan

Formannafundur SGS fagnar vaxtalækkun Seðlabankans

By May 27, 2019No Comments

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands sem haldinn var á Hallormsstað í lok síðustu viku sendi frá sér ályktun vegna vaxtalækkunar Seðlabankans.

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands sem haldinn var á Hallormsstað í lok síðustu viku sendi frá sér eftirfarandi ályktun.

Yfirlýsing peningastefnunefndar Seðlabankans frá 22. maí síðastliðinn þar sem stýrivextir voru lækkaðir um 0,5% er vonandi upphafið á langvarandi vaxtalækkunferli. Vaxtalækkun var ein af forsendum kjarasamnings sem félög innan Starfsgreinasambandsins ásamt fleiri félögum í verkalýðshreyfingunni undirrituðu nú í apríl.

Í vaxtalækkuninni felast mikilvægar kjarabætur til launafólks í landinu. Um leið og það er ítrekað að hér er vonandi bara fyrsta skrefið í vaxtalækkunum þá er það gríðarlega mikilvægt að bankar, fjármálastofnanir og aðrir lækki strax sína vexti og ávinningur skili sér til launafólks sem hefur skapað þessa möguleika.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com