Forseti ASÍ fundar með stjórnum Öldunnar, Verslunarmannafélagsins og Iðnsveinafélagsins í Kaffi Krók á morgun, föstudag. Fundurinn er liður í fundaferð Gylfa um landið.
Umræðuefni verða annars vegar afmarkaðar tillögur að breytingum á skipulagi ASÍ og hins vegar mun forsetinn gera grein fyrir samskiptum Alþýðusambandsins við ríkisstjórn og SA á samningstímanum sem nú er að líða.Einnig má búast við að kröfugerð vegna komandi kjarasamninga komi til tals auk Evrópumála.
Fundurinn hefst. kl. 11:30.