Skip to main content
AldanVMF

Frá hátíðardagskrá 1.maí

By May 2, 2016No Comments

Húsfyllir var í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær þegar bæjarbúar komu saman og fögnuðu degi verkalýðsins á sameiginlegri 1.maí hátíðardagskrá Öldunnar stéttarfélags, Verslunarmannafélags Skagafjarðar, Iðnsveinafélags Skagafjarðar og Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.

Húsfyllir var í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í gær þegar bæjarbúar komu saman og fögnuðu degi verkalýðsins á sameiginlegri  1.maí hátíðardagskrá Öldunnar stéttarfélags, Verslunarmannafélags Skagafjarðar, Iðnsveinafélags Skagafjarðar og Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu. Hjörtur Geirmundsson, formaður Verslunarmannafélags Skagafjarðar, stýrði dagskrá sem hófst á því að Geirmundur Valtýsson spilaði á nikkuna á meðan gestir fengu sér dýrindis kræsingar framreiddar af kvenfélagi Skarðshrepps. Ræðumaður dagsins var Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðnar,  félags  byggingarmanna. Þá skemmtu nemendur úr 10. bekk Varmahlíðarskóla með söng og dansi og að endingu flutti kvennakórinn Sóldís lög úr söngdagskrá sinni Rokkar og rómantík. Við þökkum flytjendum og gestum okkar fyrir góða samveru og frábæran dag.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com