Skip to main content
Aldan

Framtíðin er björt !

By June 8, 2016No Comments

Starfsgreinasambandið boðaði til fundar ungs fólks í tengslum við útvíkkaðan formannafund sambandsins í Grindavík í byrjun júní. Aðildarfélögum bauðst að senda tvo fulltrúa undir þrítugu og voru félögin hvött til þess að hafa fulltrúana af sitt hvoru kyninu. 19 manns tóku þátt í fundinum frá 10 aðildarfélögum sambandsins og var meðalaldur þátttakenda um 26 ár.

Starfsgreinasambandið boðaði til fundar ungs fólks í tengslum við útvíkkaðan formannafund sambandsins í Grindavík í byrjun júní. Aðildarfélögum bauðst að senda tvo fulltrúa undir þrítugu og voru félögin hvött til þess að hafa fulltrúana af sitt hvoru kyninu. 19 manns tóku þátt í fundinum frá 10 aðildarfélögum sambandsins og var meðalaldur þátttakenda um 26 ár.

Tilgangur fundarins var annarsvegar að fræða og efla ungt fólk innan sambandsins og hinsvegar að útbúa vettvang fyrir ungt fólk til að koma saman og bera saman bækur sínar þegar kemur að þeirra áherslum í kjaramálum. Lögð var áhersla á að fá hæfa og virta fyrirlesara til að dekka dagskrána. Þátttakendur fengu m.a. þjálfun og fræðslu í samningatækni og menningarvitund, fjölmiðlafærni og almannatengslum, fundarsköpum og fundarsiðfræði og síðast en ekki síst mættu stjórnarmeðlimir ASÍ-UNG á fundinn til að vekja athygli á tækifærum og áhrifum ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar.

Í lok fundarins kynntu fulltrúar ungliðanna niðurstöður fundarins fyrir formönnum og varaformönnum aðildarfélaga SGS. Í kynningunni var forysta hreyfingarinnar m.a. hvött til að innleiða ungt fólk frekar í starfið, beita nýjum og öflugri aðferðum við að virkja og fræða ungt fólk, auk þess að leggja meiri áherslu á félagsstörf og hópefli innan sinna félaga. Þá lögðu ungliðarnir áherslu á nauðsyn þess að bæta ímynd stéttarfélaganna gagnvart ungu fólki, að félögin tileikni sér nútíma upplýsingamiðlun í stað bæklingaútgáfu og síðast en ekki síst tryggja aðkomu ungs fólks í aðdraganda kjarasamninga næst. Það er ljóst að það leynist vannýttur mannauður ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar og geta einstök aðildarfélög verið óhrædd við að virkja hann, ef miðað er við þátttakendur fundarins.

Óhætt er að segja að fundurinn hafi gengið framar vonum. Dagskráin þótti áhugaverð, fyrirlesararnir góðir og ánægja ríkti með umbúnað og skipulagningu fundarins. Í lok fundarins var það samdóma álit að svona fundir skyldu haldnir árlega héðan í frá. Þess má geta að þátttakendur fundarins hafa nú þegar stofnað Facebook-hóp til að vera áfram i sambandi og styrkja hvert annað.

Á formannafundi SGS sem haldinn var í kjölfar ungliðafundarins var eftirfarandi ályktun um ungt fólk samþykkt:
Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands haldinn í Grindavík dagana 2. og 3. júní 2016 fagnar þátttöku ungs fólks af öllu landinu í starfi hreyfingarinnar. Raddir þeirra fulltrúa sem sátu ungliðafund SGS í Grindavík í byrjun júní eru mikilvægar og nauðsynlegt að gera enn betur til að virkja ungt fólk til starfa til að tryggja endurnýjun og fræða ungt fólk um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Starfsgreinasambandið mun búa til vettvang árlega fyrir ungt fólk innan hreyfingarinnar til að hittast og vinna að því að bæta stöðu ungs fólks á vinnumarkaði.

 

Á heimasíðu Starfsgreinasambands Íslands (SGS) má sjá nokkrar myndir frá fundinum

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com