Skip to main content
Stéttarfélag.is

Fríhöfnin allt að 43% dýrari á leiðinni heim

By September 19, 2023No Comments

 

Flugvél

 

Nærri áttunda hver vara er dýrari í komuverslun Fríhafnarinnar en í brottfararversluninni. Verðmunurinn er allt að 43%. Þetta kemur fram í samanburði verðlagseftirlits ASÍ á verðlagningu verslananna tveggja. Engin vara var dýrari í brottfararversluninni.
Verð í vefverslun Fríhafnarinnar, dutyfree.is, voru borin saman. Alls voru 3.287 vörur skoðaðar, en af þeim voru 389 misjafnt verðlagðar. Náði verðmunurinn allt frá 9 krónum (í átta tilfellum) upp í 2.000 krónur (í þrettán tilfellum) og í einu tilfelli 2.009 krónur.Hlutfallslega var hæsti verðmunurinn á gamla íslenska brennivíninu, sem kostar 2.299 krónur á leiðinni úr landi en 3.299 krónur á leiðinni inn í landið – 43% meira. (Öðru máli gegnir um Þúfu brennivín, sem er á sama verði í báðum verslunum.) Þrjár gerðir af Bali Shag komu næstar, 40% dýrari – 6.999 á leið í landið í stað 4.999 króna á leið úr landi.

Sjá má lista yfir umræddar vörur og verðlagningu þeirra í Fríverslununum tveimur á heimasíðu ASÍ,
SJÁ HÉR.

Ekki var tekið tillit til þess hvort vörur væru uppseldar í þessum samanburði. Talsvert var um að vörur væru merktar uppseldar í brottfararversluninni, en það gilti ekki sérstaklega um vörurnar sem voru ódýrari þar.
Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com