Stjórn Öldunnar sat fund með Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, í gærkvöldi. Á fundinn voru einnig boðaðar stjórnir Verslunarmannafélags Skagafjarðar og Iðnsveinafélags Skagafjarðar. Gylfi fór m.a. yfir sýn ASÍ á stöðu kjarasamningamála og möguleika verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjarabaráttu. Ljóst er að að ekki verður liðið að verkalýðsfólk beri eitt alla ábyrgð á stöðugleika í efnahagsmálum í samfélaginu á meðan aðrir hópar fá launahækkanir langt umfram það sem félagsmenn innan Alþýðusambandsins fá.
Stjórn Öldunnar sat fund með Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, í gærkvöldi. Á fundinn voru einnig boðaðar stjórnir Verslunarmannafélags Skagafjarðar og Iðnsveinafélags Skagafjarðar.
Gylfi fór m.a. yfir sýn ASÍ á stöðu kjarasamningamála og möguleika verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjarabaráttu. Ljóst er að ekki verður liðið að verkalýðsfólk beri eitt alla ábyrgð á stöðugleika í efnahagsmálum í samfélaginu á meðan aðrir hópar fá launahækkanir langt umfram það sem félagsmenn innan Alþýðusambandsins fá.
Gylfi fór mörgum orðum yfir nýframkomið fjárlagafrumvarp og þær skattabreytingar sem þar birtast. Hann ræddi hvernig það muni hitta fyrir láglaunafólk í landinu en allar breytingar virðast miða að því að lækka skattbyrði þeirra tekjuhærri en ekki láglaunafólks. Þá kvartaði hann yfir samskiptaleysi við ríkisstjórn og að ekkert samráð sé haft við verkalýðshreyfinguna um málefni er varða kjör atvinnulausra eða úrbætur í húsnæðismálum svo eitthvað sé nefnt.
Fundurinn var góður og málefnalegur og voru málin rædd á óformlegum nótum. Svo virðist sem áhyggjur fólks séu svipaðar innan verkalýðshreyfingarinnar og búast menn við átakavetri þegar kemur að kjarasamningum.