Skip to main content
VMF

Hækkun hjá 8 verslunum af 15

By February 17, 2014No Comments

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað hjá átta verslunum og verslunarkeðjum frá því í nóvember 2013 þar til nú í byrjun febrúar. Mesta hækkunin á þessu tímabili er 3,2%, hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar og 2,1% hjá Hagkaupum.

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað hjá átta verslunum og verslunarkeðjum frá því í nóvember 2013 (viku 44) þar til nú í byrjun febrúar (vika 6). Mesta hækkunin á þessu tímabili er 3,2%, hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar og 2,1% hjá Hagkaupum. Á þessu tímabili má sjá verðbreytingar í öllum vöruflokkum, bæði hækkanir og lækkanir. Grænmeti og ávextir hafa hækkað hjá 10 verslunum af 15 en hreinlætis- og snyrtivörur hafa lækkað hjá 10 verslunum af 15.

Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði mest um 3,2% hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, hún hækkaði um 2,1% hjá Hagkaupum,
1,7% hjá Víði, 1,4% hjá Nettó, en hjá Krónunni, Samkaupum–Úrvali, Kaupfélagi Skagfirðinga og Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga hækkaði karfan um innan við 1%.

Vörukarfan lækkaði í verði hjá sjö verslunum. Mest lækkaði hún um 2% hjá Bónus, 1,4% hjá Kaskó, 1% hjá Iceland en hjá Nóatúni, 10-11, Samkaupum–Strax og Kjarval lækkaði karfan um minna en 1%.

Könnunin í heild sinni .

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com