Skip to main content
Aldan

Hagspá ASÍ 2013 til 2015 – doði framundan

By October 30, 2013No Comments

Hagdeild ASÍ spáir 1,7% hagvexti í ár, 2,2% á næsta ári og 2,5% árið 2015. Helstu drifkraftar hagvaxtar eru áframhaldandi vöxtur útflutnings ásamt hóflegum vexti í einkaneyslu og fjárfestingum. Fjárfesting dregst saman á þessu ári en fer vaxandi á næstu tveimur árum.

Hagdeild ASÍ spáir 1,7% hagvexti í ár, 2,2% á næsta ári og 2,5% árið 2015. Helstu drifkraftar hagvaxtar eru áframhaldandi vöxtur útflutnings ásamt hóflegum vexti í einkaneyslu og fjárfestingum. Fjárfesting dregst saman á þessu ári en fer vaxandi á næstu tveimur árum.
 
Helstu breytingar frá síðustu spá hagdeildar í júní eru þær að útlit er fyrir töluvert minni fjárfestingu á spátímanum. Nú er gert ráð fyrir því að fjárfestingar dragist saman um 8,8% á þessu ári en vaxi svo um 14,1% á næsta ári og 16,2% árið 2015. Skýrist þróunin að mestu af minni fjárfestingu atvinnuveganna en ekki er gert ráð fyrir því að uppbygging álvers í Helguvík hefjist á spátímanum. Gert er ráð fyrir því að uppbygging iðnaðarsvæðis á Bakka hefjist á næsta ári auk tengdra fjárfestinga í orkumannvirkjum og innviðum. Einnig eru framkvæmdir við fangelsi á Hólmsheiði, Vaðlaheiðargöng, Norðfjarðargöng auk almennra samgönguframkvæmda áætlaðar á spátímanum. Á móti falla brott verkefni sem voru hluti af fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar. Því má gera ráð fyrir að fjárfesting hins opinbera breytist lítið á spátímanum.
 
Skuldastaða heimilanna hefur batnað og dregið hefur úr skuldavandanum. Bætt staða á vinnumarkaði og aukinn kaupmáttur munu leiða til þess að einkaneysla mun aukast.
 
Síðustu fjögur ár hefur samneyslan dregist saman. Nú eru horfur á hægum viðsnúningi en erfið fjárhagsstaða ríkis og sveitarfélaga setur vextinum mörk.
 
Útflutningshorfur hafa batnað sem skýrist bæði af fjölgun ferðamanna og auknum aflaheimildum. Innflutningur eykst á tímabilinu samhliða hóflegum vexti í fjárfestingu og einkaneyslu.
 
Dregið hefur úr sveiflum á gengi krónunnar sem skýrist að einhverju leyti af aðgerðum Seðlabankans sem í maí síðastliðnum boðaði virkari aðgerðir á gjaldeyrismarkaði með það að markmiði að auka gengisstöðugleika. Verðbólguvæntingar eru enn háar þótt horfur hafi batnað.
 
Staða á vinnumarkaði hefur batnað töluvert og atvinnuleysi verður að jafnaði um 4,7% á yfirstandandi ári sem er um prósentustigi minna en á því síðasta. Ekki er búist við mikilli hjöðnun atvinnuleysis á spátímanum.
 
Horfur í heimsbúskapnum hafa vænkast. Dregið hefur úr óvissu í heimshagkerfinu líkt og greina má í nýrri spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hóflegur vöxtur verður í Bandaríkjunum og Japan á þessu ári og er útlit fyrir að viðsnúningur verði á evrusvæðinu á næsta ári þegar landsframleiðsla fer vaxandi að nýju í þeim löndum sem illa fóru í kreppunni.
 
Spáin er háð nokkurri óvissu um þróun efnahagsmála í heiminum, hvernig viðskiptakjör þróast, sem og gengi krónunnar. Þá er mikil óvissa um útfærslu boðaðra skuldaleiðréttinga og losun gjaldeyrishafta.
 
Skýrsluna, Horfur í efnahgsmálum 2013-2015,  er að finna á heimasíðu ASÍ og má einnig sjá í heild sinni hér.
 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com