Skip to main content
Aldan

Heldur gjaldskrárlækkun í heilbrigðiskerfinu en á áfengi og tóbaki

By April 7, 2014No Comments

Starfsgreinasamband Íslands hefur sent umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um gjaldskrárlækkanir. Í umsögninni er lögð áhersla á að breyta lækkununum þannig að þær komi frekar fram í lægri kostnaði við heilbrigðisþjónustu heldur en til dæmis í áfengi og tóbaki.

Starfsgreinasamband Íslands hefur sent umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um gjaldskrárlækkanir. Í umsögninni er lögð áhersla á að breyta lækkununum þannig að þær komi frekar fram í lægri kostnaði við heilbrigðisþjónustu heldur en til dæmis í áfengi og tóbaki. Alls er óvíst að skattalækkanir á slíka þætti skili sér en lækkun gjaldskrár í heilbrigisþjónustu skilar sér beint til þeirra sem helst þurfa á að halda. Þá gagnrýnir Starfsgreinasambandið skort á samráði við aðila vinnumarkaðarins þegar ákvarðanir er varða kjör fólks eru teknar.

Í umsögninni segir meðal annars:

Heilbrigðisþjónusta er ekki valkvæð og það eru vísbendingar um að fólk sé farið að veigra sér við að sækja heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Slík staða er algerlega óásættanleg. Gjaldskrár eru sjaldnast tekjutengdar og koma því hart niður á fólki með lægstu tekjurnar. Það er forgangsmál að lækka gjaldskrár í heilbrigðisþjónustu.

Ríkisvaldið getur haft mikil áhrif á kjör landsmanna í gegnum skattkerfið, tekjutengingar og opinber gjöld. Með þessari miklu ábyrgð kemur möguleiki til að stuðla að friði á vinnumarkaði með samráði við samningsaðila. Að mati Starfsgreinasambandsins hefur ríkið ekki nýtt sér þessi áhrif og hefur það haft alvarlegar afleiðingar á kjaradeilur. Það frumvarp sem nú er til umfjöllunar er dæmi um breytingar sem lagðar eru til án nægjanlegs samráðs.

Það kemur tekjulægstu hópunum betur til góða að lækka gjaldskrár í heilbrigðiskerfinu heldur en að lækka skattheimtu á áfengi, tóbak og orkugjafa. Það er alls óvíst að þær lækkanir sem lagðar eru til í frumvarpinu skili sér að fullu til neytenda og hafi þannig tilætluð áhrif á vísitölu og verðbólgu. Beinar gjaldskrárlækkanir á nauðsynlegri grunnþjónustu skila sér hins vegar beint til þeirra sem þurfa á því að halda. Starfsgreinasambandið leggur því til að frumvarpið verði endurmetið og það svigrúm sem ríkissjóður telur sig hafa til að lækka álögur verði nýtt að hluta til að lækka gjaldskrár í heilbrigðisþjónustunni.

Umsögnina í heild má lesa hér

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com