Skip to main content

Á heimasíðu Starfsgreinasambands Íslands er að finna niðurstöður skýrslu sem gerð var um áhrif hlutastarfa. SGS tekur þátt í rannsókn sem mun rýna betur í hlutastörf, hvaða ástæður liggja að baki og hvaða áhrif þau hafa á lífsgæði fólks.

Á heimasíðu Starfsgreinasambands Íslands er að finna niðurstöður skýrslu sem gerð var um áhrif hlutastarfa. Starfsgreinasamband Íslands  (SGS) tekur þátt í   rannsókn sem mun rýna betur í hlutastörf, hvaða ástæður liggja að baki og hvaða áhrif þau hafa á lífsgæði fólks.

Færri konur vinna hlutastörf á Íslandi en í flestum öðrum Norðurlöndunum (að Finnlandi undanskildu) og hlutastörf er sjaldgæfust meðal íslenskra karlmanna sem eru langflestir í fullu starfi. Það er ljóst að hlutastörf eru töluvert algengari á hinum Norðurlöndunum og miklu algengari alls staðar meðal kvenna en karla. Flestar konur segja ástæðu þess að þær vinna hlutastörf vera vegna fjölskylduaðstæðna og af því þær fá ekki fullt starf. Engir karlar á Íslandi virðast vinna hlutastörf vegna fjölskylduaðstæðna heldur frekar af því þeir fá ekki fullt starf eða eru í námi með störfum.
 
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu frá Norrænu rannsóknarstofnuninni í kvenna- og kynjafræðum (NIKK) sem er á vegum Norðurlandaráðs. Skýrslan var kynnt á norrænni ráðstefnu í Stokkhólmi 22. október en framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Drífa Snædal fjallaði um niðurstöðurnar þar ásamt fulltrúum vinnumarkaðarins á hinum Norðurlöndunum.
 
Mikið var rætt um áhrif þess að vinna hlutastörf á kaup og kjör og er ljóst að á Íslandi eltir skert starfshlutfall vinnandi fólk upp í lífeyrissjóðsaldur. Við fáum út úr lífeyrissjóðum í hlutfalli við hvað við höfum greitt í þá. Að vinna hlutastörf á Íslandi hefur því mikil áhrif á kjör allt lífið. Hlutastörf eru því stórt jafnréttismál og ljóst að margar konur vilja gjarnan vinna fullt starf en hafa ýmist ekki aðgang að því eða geta það ekki vegna fjölskylduaðstæðna.
 
Jafnrétti meðal karla og kvenna veltur mikið á vinnumarkaðnum og hvort konur hafa möguleika til að vera fjárhagslega sjálfstæðar. Því miður burðumst við enn með hugmyndir um að karlar séu fyrirvinnan og þurfi því bæði hærri laun og meiri vinnu en konur. Ólaunuð heimilisstörf eru frekar á höndum kvenna sem gerir það að verkum að þær vinna minna í launuðum störfum. Það er því til mikils að vinna að gefa konum og körlum jöfn tækifæri á vinnumarkaði.
 
Einn stærsti áhrifavaldur á möguleika kvenna til að vinna úti er velferðarkerfið, þjónusta við börn og aldraða. Það sést vel í fyrrnefndri skýrslu að hlutastörf kvenna minnkuðu mjög á því tímabili þegar aðgengi að leikskólum batnaði. Þrátt fyrir allt eru heimilisstörf og umönnun meira á höndum kvenna og því skiptir þetta máli.
 
Eftir hrunið hér á landi 2008 breyttust hlutastörf töluvert, hlutastörf karla jukust töluvert en hlutastörf kvenna breyttust. Mesta aukningin meðal kvenna og karla var meðal þess hóps sem vill fullt starf en þarf að sætta sig við hlutastarf af einhverjum ástæðum. Þá verður að taka tillit til þess að konur sem voru í hlutastörfum fyrir hrun var gert að minnka enn við sig eftir hrun í umönnunarstéttunum. Þetta getur valdið þessari miklu óánægju þó hlutastörf kvenna hafi ekki aukist mjög mikið meðal kvenna eftir hrun.
 
Flestir geta verið sammála um að fólk á að hafa rétt til að stunda fullt starf þó að sumir kjósi vissulega hlutastörf. Nokkur sveitarfélög í Svíþjóð hafa ákveðið að skipuleggja alla sína starfsemi með tilliti til þess að allir séu í fullu starfi. Síðan getur fólk valið einu sinni á ári að minnka eða auka við sig starfshlutfall eftir hentisemi hvers og eins. Það er vel þess virði að fylgjast með þessari þróun og hvetja íslensk sveitarfélög til að fara sömu leið.
 
Starfsgreinasamband Íslands er hluti af rannsóknarverkefni sem mun rýna betur í hlutastörf, hvaða ástæður liggja að baki og hvaða áhrif hlutastörf hafa á lífsgæði fólks.
 
Skýrslan var gefin út á ensku og hana má nálgast hér: http://www.nikk.no/wp-content/uploads/Parttimework_final.pdf
 
 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com