Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að til skoðunar sé að hækka virðisaukaskatt á matvæli, lækka almenna virðisaukaskattsþrepið og draga úr undanþágum í virðisaukaskattskerfinu. Þá standi einnig til að fella niður ýmis vörugjöld svo sem á sykur, s.k. sykurskatt, heimilistæki og byggingavörur.
Fjármálaráðherra hefur lýst því yfir að til skoðunar sé að hækka virðisaukaskatt á matvæli, lækka almenna virðisaukaskattsþrepið og draga úr undanþágum í virðisaukaskattskerfinu. Þá standi einnig til að fella niður ýmis vörugjöld svo sem á sykur, s.k. sykurskatt, heimilistæki og byggingavörur.
Forseti ASÍ hefur lýst efasemdum um breytingarnar sem komi einkum illa við tekjulág heimili og barnafólk og telur ólíklegt að þær muni ekki hafa áhrif á verðlag.
Nokkuð hefur verið rætt um að útgjöld til matarinnkaupa séu svipað hlutfall útgjalda í öllum tekjuhópum og því séu tekjujöfnunaráhrif þess að hafa matarskattinn lægri en almennan virðisaukaskatt engin. Þegar tölur um tekjur og neyslu er skoðaðar betur og útgjöld mismunandi tekjuhópa til matarinnkaupa skoðuð sem hlutfall af tekjum birtist okkur önnur mynd.
Ástæða er sú að tekjulægri heimili neyta meira en þau afla og þurfa því að taka lán fyrir mismuninum. Í þessum hópi eru t.a.m námsmenn sem hafa framfærslu af námslánum sem ekki eru tekjur. Hjá tekjuhærri heimilum er staðan öfug, þau neyta minna en þau afla og geta varið hluta tekna sinna í sparnað.
Á heimasíðu ASÍ má sjá samanburðartöflur og lesa meira um málið.