Skip to main content

Á heimasíðu ASÍ má finna athyglisverða frétt um könnun sem verðlagseftirlitið gerði á þjónustugjöldum vegna debetkortareikninga í bönkum og sparisjóðum.

Á heimasíðu ASÍ má finna athyglisverða frétt um könnun sem verðlagseftirlitið gerði á  þjónustugjöldum vegna debetkortareikninga í bönkum og sparisjóðum.


Töluverður verðmunur er á þeim gjöldum sem bankar og sparisjóðir innheimta fyrir þjónustu sína.
Viðskiptavinir greiða há þjónustugjöld fyrir marga þjónustuliði og innheimt er gjald ef stafsmenn bankans sjá um að framkvæma verk sem viðskiptavinir geta sjálfir gert í heimabanka eða þjónustusíma. MP banki er með viðskiptagjald 900 kr./mán. ef viðskipti viðskiptavinar eru undir viðmiðunarmörkum bankans.
Þetta kemur fram í samanburði sem verðlagseftirlit ASÍ hefur gert á helstu þjónustugjöldum vegna debetkortareikninga í bönkum og sparisjóðum. 
 
Almennt debetkort
Flestir eru með eitt eða jafnvel fleiri debetkort. Margar tegundir eru í boði með misjöfnum kjörum eftir umfangi viðskipta.
Í þessari samantekt er almennt debetkort skoðað nánar.  Af almennu debetkorti er innheimt árgjald sem er á bilinu 0-3.500 kr., mishá milli banka. Auk þess er innheimt gjald fyrir hverja færslu sem fer í gegnum posa í verslun og er ódýrasta posafærslan á 15 kr. hjá sparisjóðunum en dýrust á 30 kr. hjá MP banka. Sé farið í bankann og tekinn út peningur án þess að vera með kortið meðferðis er færslan ódýrust á 50 kr. hjá Íslandsbanka, Arion banka og sparisjóðunum, hún kostar 54 kr. í Landsbankanum en er dýrust á 350 kr. hjá MP banka.
MP banki er eini bankinn sem býður upp á almennt debetkort án árgjalds en þá kostar posafærslan 30 kr. í stað 17 kr. sem bankinn innheimtir ef greitt er árgjald. 
 
Fréttina má lesa í heild sinni á heimasíðu ASÍ og þar er einnig hægt að skoða samanburðartöflu.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com