Skip to main content
AldanVMF

Hvar eru vörugjaldslækkanir af byggingarvörum ?

By September 2, 2016No Comments

Um áramótin 2014/2015 voru vörugjöld á byggingavörum afnumin. Verðlagseftirlit ASÍ áætlaði að verð þeirra byggingavara sem áður báru 15% vörugjöld hefðu í kjölfarið átt að lækka um 14%. Á sama tíma lækkaði einnig almennur virðisaukaskattur úr 25,5% í 24% og ef sú lækkun er tekin með í reikninginn hefði heildarlækkunin átt að nema um 15,2% á þeim vörum sem báru vörugjöld.

Um áramótin 2014/2015 voru vörugjöld á byggingavörum afnumin. Verðlagseftirlit ASÍ áætlaði að verð þeirra byggingavara sem áður báru 15% vörugjöld hefðu í kjölfarið átt að lækka um 14%. Á sama tíma lækkaði einnig almennur virðisaukaskattur úr 25,5% í 24% og ef sú lækkun er tekin með í reikninginn hefði heildarlækkunin átt að nema um 15,2% á þeim vörum sem báru vörugjöld. Um er að ræða margskonar byggingavörur, m.a. gipsplötur, gólfefni, vaska og salernisskálar. Vísbendingar um verðþróun þessara vara má sjá í undirvísitölunni efni til viðhalds í vísitölu neysluverðs sem hefur frá því í ágúst 2014 hækkað um 1,5%. Samkvæmt því hefur afnám vörugjalda af byggingarvörum ekki skilað sér út í verðlag og neytendur eiga því inni skattalækkunina hjá söluaðilum. 

Þegar rýnt er í vísitöluna fyrir efni til viðhalds sl. 2 ár sést að verð lækkar örlítið  á fyrri hluta árs 2015 eða um 0,8% en sú lækkun nemur ekki einu sinni lækkun virðisaukaskattsins. Sjá nánar í töflu á heimasíðu ASÍ

Frá því í ágúst 2014 þegar breytingarnar voru tilkynntar þar til nú í ágúst 2016 hefur efni til viðhalds hækkað um 1,5%. Á sama tíma hefur gengi krónunnar styrkst um 14% sem einnig hefði átt að leiða til lækkunar á þessum vörulið. Engar vísbendingar eru því í þessum tölum um að afnám vörugjalda, lækkun á virðisaukaskatti og styrking krónunnar hafi skilað sér í lægri verði á byggingavörum til neytenda.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com