Skip to main content
AldanStéttarfélag.isVMF

Iceland oftast með hæsta verðið en Heimkaup að meðaltali lengst frá lægsta verði

By October 21, 2022No Comments
Matvöruverslun B+W
Bónus var oftast með lægsta verðið og Iceland oftast með hæsta verðið í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru sem framkvæmd var mánudaginn 17. október. Bónus var með lægsta verðið í 86 tilfellum og Krónan í 20 tilfellum. Iceland var með hæsta verðið í 51 tilfelli og Heimkaup með hæsta verðið í 45 tilfellum. Ef horft er til meðalverðs var Bónus að jafnaði með lægsta verðið á vörum í könnuninni sem var að meðaltali 2,7% frá lægsta verði. Heimkaup var með hæsta meðalverðið sem var að meðaltali 34% frá lægsta verði. 


79% munur á hæsta og lægsta verði af lambalæri og 50% á túnfiski í dós
Finna má mikinn mun á hæsta og lægsta verði í öllum vöruflokkum og oft á algengum eða mikið keyptum vörum. Sem dæmi var 34% munur á 300 gr. pakka af brauðosti í sneiðum frá MS. Lægst var verðið í Bónus, 898 kr. en hæst í Iceland, 1.199 kr. Þá var 40% munur á hæsta og lægsta verði af Lífskorn brauði frá Myllunni sem var ódýrast í Bónus, 498 kr. en dýrast í Iceland, 699 kr. Fleiri dæmi um mikinn verðmun á algengum vörum í könnuninni eru 79% munur á hæsta og lægsta kílóverði af lambalæri, 45% á kílóverði af laxaflökum, 117% munur á kílóverði af frosnu mangói, 47% mun á Barilla pasta skrúfum og 50% munur á Ora túnfisk í olíu. Verð á vörum og mun á hæsta og lægsta verði má sjá í töflunum hér að neðan. 

Sjá nánar í töflum á heimasíðu Verðlagseftirlits ASÍ


500 kr. verðmunu
r á kaffipoka
124% munur var á Nestlé barnagraut sem var dýrastur í Iceland, 1.539 kr. en ódýrastur í Nettó, 839 kr. Þá var 42% eða 504 kr. munur á poka af French Roast kaffi frá Te og Kaffi sem var ódýrastur í Bónus, 1.195 kr. en dýrastur í Heimkaup, 1.699 kr. Oft var mikill munur á hæsta og lægsta verði á grænmötum og ávöxtum en sem dæmi má nefna 110% mun á hæsta og lægsta kílóverði af banönum, 303% mun á kílóverði á rauðlauk og 35% mun á kílóverði af íslenskum gullauga kartöflum.


Bónus með lægsta meðalverðið en Heimkaup það hæsta
Iceland var oftast með hæsta verðið, í 51 tilfelli en Heimkaup næst oftast, í 45 tilfellum, Hagkaup í 26 tilfellum og Fjarðarkaup í 14 tilfellum. Bónus var oftast með lægsta verðið í 86 tilfellum, Krónan í 20 tilfellum og Fjarðarkaup í 17 tilfellum. Með því að skoða hlutfallslegt frávik frá lægsta verði hverrar vöru má raða verslununum eftir því hversu langt verð á vörum í könnuninni var að meðaltali frá lægsta verði. Verð í Bónus var að meðaltali 2,7% frá lægsta verði en verð í Krónunni 6,9% og Nettó 9%. Verð í Heimkaup var aftur á móti að meðaltali 34% frá lægsta verði og verð í Iceland 29,3% frá lægsta verði.  

Flestar vörurnar sem voru til skoðunar í könnuninni voru til í verslun Fjarðarkaupa eða 122 af 133 og næst flestar hjá Krónunni, 120. Fæstar vörur voru til í Heimkaupum, 108 en á eftir Heimkaup voru Bónus og Kjörbúðin með 110 vörur hvor um sig. 

Verðmerkingum víða ábótavant 
Verðlagseftirlit ASÍ bendir á að verslunum ber skylda að verðmerkja allar vörur með hillumiða samkvæmt lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu en í reglum nr. 536/2011 má finna nánari útfærslu á því hvernig skuli staðið að verðmerkingum. Á þessu er víða misbrestur og ítrekað eru vörur ekki verðmerktar. Skortur á verðmerkingum slævir verðvitund neytenda og grefur undan samkeppni. Skanni kemur ekki í staðinn fyrir hillumiða, hann er eingöngu til að auðvelda neytendum að finna út endanlegt verð á forpakkaðri vöru.


Um könnunina
Ýmsar aðferðir eru til að varpa ljósi á niðurstöður í verðkönnunum með mörgum vörum og verslunum. Til að skýra betur verð hjá þeim verslunum sem eru hvorki oft með hæsta né lægsta verðið í verðkönnun og finna út meðalverð má reikna út hlutfallslegt frávik frá lægsta verði hverrar vöru. Þannig raðast verslanirnar eftir því hversu langt verð á vörum í könnuninni er að meðaltali frá lægsta verði.

Í könnuninni var hilluverð á 133 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Selfossi, Krónunni Grafarholti, Fjarðarkaupum, Iceland Seljabraut, Hagkaup Garðabæ, Kjörbúðinni Hellu og á Heimkaup.is. 

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. 

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ. 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com