Skip to main content
Aldan

Innlegg ríkisstjórnarinnar í kjarasamninga – helstu atriði

By April 4, 2019No Comments

Eftir viðræður við verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur undanfarna daga og vikur kynnti ríkisstjórnin innlegg sitt til að liðka fyrir gerð kjarasamninga í kjölfarið á undirritun nýs kjarasamnings. Aðgerðirnar munu nýtast best tekjulágum einstaklingum og ungu fólki sem rímar við áherslur og kröfur verkalýðshreyfingarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Eftir viðræður við verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur undanfarna daga og vikur kynnti ríkisstjórnin innlegg sitt til að liðka fyrir gerð kjarasamninga í kjölfarið á undirritun nýs kjarasamnings. Aðgerðirnar munu nýtast best tekjulágum einstaklingum og ungu fólki sem rímar við áherslur og kröfur verkalýðshreyfingarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Meðal helstu atriða í innleggi ríkisstjórnarinnar eru:

  • Nýtt lágtekjuþrep í þriggja þrepa skattkerfi. Ráðstöfunartekjur tekjulægsta hópsins aukast um 10.000 kr/mánuði.
  • Húsnæðismál: 2 milljarðar í viðbót í stofnframlög 2020-2022 ca. 1.800 íbúðir, unnið verður með aðilum vinnumarkaðarins að leiðum til að auðvelda ungu fólki fyrstu kaup og núverandi heimild til nýtingar á séreingarsparnaði verður framlengd.
  • Lífeyrismál: lögfest verður heimild til að ráðstafa 3,5% í tilgreinda séreign. Heimilt verður að ráðstafa tilgreindri séreign til húsnæðismála með tíma og fjárhæðartakmörkum. Farið verður í endurskoðun lífeyristökualdurs í samráði við aðila.
  • Fæðingarorlof lengist úr 9 mánuðum í 10 í byrjun árs 2020 og lengist í 12 mánuði í byrjun árs 2021.
  • Tekið verður á kennitöluflakki samkvæmt tillögum ASÍ og SA og heimildir til refsinga auknar. Keðjuábyrgð um opinber innkaup verður lögfest. Aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumannsals og nauðungarvinnu aukin.
  • Verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára verða bönnuð frá 2020 nema með ákveðnum skilyrðum. Frá byrjun árs 2020 verður lágmarkstími verðtryggðra neytendalána lengdur úr 5 í 10 ár. Spornað verður við sjálfvirkum vísitöluhækkunum vöru, þjónustu og skammtímasamninga.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com