Skip to main content
Aldan

Kjarakröfur SGS birtar atvinnurekendum

By January 27, 2015No Comments

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefur afhent Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Kröfurnar mótuðust á fundum í verkalýðsfélögunum, á vinnustaðafundum um land allt og með hliðsjón af niðurstöðu viðhorfskannanna sem félagmenn tóku þátt í.

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) hefur afhent Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð sína vegna komandi kjarasamninga. Kröfurnar mótuðust á fundum í verkalýðsfélögunum, á vinnustaðafundum um land allt og með hliðsjón af niðurstöðu viðhorfskannanna sem félagsmenn tóku þátt í.

Þær urðu þannig til í víðtæku, lýðræðislegu ferli í verkalýðshreyfingunni þar sem félagsmönnum gafst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif.

Meginkröfur Starfsgreinasambandsins eru þær að:

  • miða krónutöluhækkanir á laun við að lægsti taxti verði 300 þúsund krónur á mánuði innan þriggja ára og sérstaklega verði horft til gjaldeyrisskapandi atvinnugreina við launahækkanir.
  • endurskoða launatöflur þannig að starfsreynsla og menntun séu metin til hærri launa.
  • desember- og orlofsuppbætur hækki.
  • vaktaálag verði endurskoðað og samræmt kjarasamningum á opinberum vinnumarkaði.
  • lágmarksbónus verði tryggður í fiskvinnslu.
  • skilgreind verði ný starfsheiti í launatöflu.

Gerðir hafa verið kjarasamningar við einstaka starfsstéttir undanfarnar vikur og mánuði, sem hljóta almennt að vísa launafólki veginn. Samhljómur er meðal aðildarfélaga SGS um að sú launastefna, sem hefur mótast í samfélaginu, endurspeglist í kjarasamningum SGS við Samtök atvinnulífsins.

Grundvallaratriði er að fólk lifi af dagvinnulaunum í stað þess að ganga sér til húðar í yfirvinnu, aukavinnu og akkorði til að framfleyta sér og sínum.

Langur vinnudagur og mikið álag dregur úr framleiðni og eykur samfélagslegan kostnað. Þá á launafólk að njóta þess í launum þegar það öðlast meiri færni í starfi með reynslu og menntun.

Samninganefnd Starfsgreinasamband Íslands (SGS) hefur samningsumboð 16 verkalýðsfélaga innan SGS.  Flóafélögin 3 fara sjálf með sitt umboð. SGS er stærsta landssambandið innan Alþýðusambands Íslands og hefur um 50.000 félagsmenn innan sinna vébanda í 19 félögum. SGS var stofnað 13. október 2000 við samruna Verkamannasambands Íslands, Þjónustusambands Íslands, vegna starfsfólks í veitinga- og gistihúsum, og Landssambands iðnverkafólks.

 Nánari upplýsingar:
Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, símar:460 3600 / 894 0729
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, símar:562 6410 /695 1757

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com