Skip to main content
Aldan

Kjarasamningar felldir með naumum meirihluta

By January 22, 2014No Comments

Talningu atkvæða lauk hjá Öldunni stéttarfélagi nú í morgun.
Á kjörskrá voru 618 félagsmenn og þar af skiluðu 142 félagsmenn inn atkvæði sínu eða 23%.

Talningu atkvæða lauk hjá Öldunni stéttarfélagi nú í morgun.
Á kjörskrá voru 618 félagsmenn og þar af skiluðu 142 félagsmenn inn atkvæði sínu eða 23%.
Nei sögðu 51% en já sögðu 49%.

Fjöldi á kjörskrá:               618 
Fjöldi atkvæða/kjörsókn:  142  eða    23%
Já sögðu:                          70    eða   49%
Nei sögðu:                         72   eða    51%
Auðir og ógildir:                  0    eða      0%

Ef við berum kjörsókn í ár saman við kjörsókn árið 2011 þegar síðast voru greidd atkvæði um samning við SA,  kemur í ljós að kjörsókn er minni nú í ár. Árið 2011 voru 544 á kjörskrá og 146 atkvæði bárust sem gerir 27% kjörsókn.

Þetta kemur á óvart þar sem nýgerðir kjarasamningar hafa verið mjög umdeildir og mikið hefur verið fjallað um þá í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Því er ekki að neita að það hefði verið ákjósanlegast að hafa mikla kosningaþátttöku til að úrslitin endurspegluðu vilja sem flestra félagsmanna.
En niðurstaða þessarar atkvæðagreiðslu er sú að einungis tvö atkvæði skilja að JÁ og NEI og varla er hægt að samþykkja eða fella kjarasamning með minni mun. Þetta sýnir því svart á hvítu mikilvægi þess að félagsmenn sýni ábyrga afstöðu og greiði atkvæði!

En hvað þýðir þessi niðurstaða fyrir félagsmenn Öldunnar stéttarfélags?
Launakjör haldast óbreytt hjá félagsmönnum því þeir munu halda áfram að vinna skv. eldri kjarasamningi þar til nýjum kjarasamningi hefur verið náð við SA og hann samþykktur af félagsmönnum í póstatkvæðagreiðslu.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com