Skrifað var undir kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði í kvöld. Helstu atriði samningsins er snýr að félögum í Starfsgreinasambandinu eru 8.000 króna launahækkun, auk tilfærslu um einn launaflokk, og 2,8% hækkun á alla almenna liði kjarasamningsins.
Skrifað var undir kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði í kvöld. Helstu atriði samningsins er snýr að félögum í Starfsgreinasambandinu eru 8.000 króna launahækkun, auk tilfærslu um einn launaflokk, og 2,8% hækkun á alla almenna liði kjarasamningsins.
Auk þess hækka lágmarkslaun eftir fjögurra mánaða starf úr 204.000 í 214.000 krónur. Desember og orlofsuppbætur hækka einnig hlutfallslega.
Flest félög innan SGS undirrituðu samningana í kvöld en við tekur kynningarferli og atkvæðagreiðsla meðal allra félagsmanna. Niðurstaða á að liggja fyrir ekki síður en 22. janúar næstkomandi svo aðildarfélög SGS munu undirbúa atkvæðagreiðslur strax í upphafi nýs árs.