Skip to main content
AldanVMF

Klukkutíminn á reið- og myndlistarnámskeiðum á 1.600 kr.

By May 17, 2019No Comments

Margir foreldrar eru háðir því að geta sent börn sín á sumarnámskeið, enda fá flestir foreldrar styttra sumarfrí en börn þeirra og því þarf að brúa bilið meðan foreldrarnir eru í vinnu. Mikið úrval er af sumarnámskeiðum fyrir börn og er kostnaðurinn við þau afar misjafn.

Margir foreldrar eru háðir því að geta sent börn sín á sumarnámskeið enda fá flestir foreldrar styttra sumarfrí en börn þeirra og því þarf að brúa bilið meðan foreldrarnir eru í vinnu. Mikið úrval er af sumarnámskeiðum fyrir börn og er kostnaðurinn við þau afar misjafn. Nokkur sveitarfélög bjóða upp á sumarnámskeið fyrir grunnskólabörn á góðu verði en alls ekki öll og geta foreldrar því lent í að þurfa að greiða háar fjárhæðir fyrir sumarnámskeið.

Verðlagseftirlit ASÍ hefur tekið saman kostnað við hin ýmsu sumarnámskeið sem standa foreldrum til boða. Almennt eru tækni-, list-, og reiðnámskeið dýrust en sumarfrístund (á vegum sveitarfélaga), skátar og ýmis námskeið hjá íþróttafélögunum ódýrari.

Sumarfrístund ekki í boði í öllum sveitarfélögum
Grunnskólar enda flestir eftir fyrstu vikuna í júní og byrja aftur síðustu vikuna í ágúst en gera má ráð fyrir að flestir foreldrar eigi um 5 vikur í sumarfrí sem þýðir að eftir standa um 5 vikur sem þarf að hafa ofan af fyrir börnunum. Í heimasíðu ASÍ má finna töflu sem sýnir dæmi um verð á nokkrum námskeiðum.

Ekki eru öll sveitarfélög með sumarnámskeiðum á sínum vegum. Sum sveitarfélög styrkja frístundastarf á vegum íþróttafélaga eða annarra samtaka og fyrirtækja. Úrval af sumarnámskeiðum er afar misjafnt milli sveitarfélaga og verðið einnig en það getur skipt foreldra miklu máli að sumarnámskeið séu í boði á viðráðanlegu verði.

Tækni-, list-, og reiðnámskeið dýrust
Kostnaður við að hafa barn á námskeiði yfir sumartímann er afar misjafn og fer eftir því hvort börn þurfa að vera allan eða hálfan daginn og hvers konar námskeið foreldrar vilja senda og/eða geta sent börn á.
Námskeið í tækni/tölvum, listgreinum og reiðnámskeið eru meðal dýrustu námskeiðanna sem verðlagseftirlit ASÍ tók saman. Þannig kostar klukkutíminn á forritunarnámskeiðum hjá Skema t.d. 1.300 kr., um 1.600 kr. hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík, 1.400 kr. í Kramhúsinu og frá 1.000 kr. upp í 1.600 krónur hjá hinum ýmsu reiðskólum. Þá kosta sumarbúðir talsverðar upphæðir þrátt fyrir að tímagjaldið sé ekki endilega svo hátt. Það er sennilega ekki á færi allra foreldra að senda börnin í sumarbúðir en 5 dagar í Vatnaskógi kosta 48.900 kr. og heil vika í Ölveri 56.800.

Sumarfrístund, skátar og ýmis námskeið hjá íþróttafélögum í ódýrari kantinum
Til samanburðar kostar klukkustundin í sumarfrístund 262 kr. hjá Reykjavíkurborg, 200 kr. hjá Seltjarnarnesbæ og 254 kr. í Hafnarfirði. Þá eru ýmis íþróttanámskeið í ódýrari kantinum og má þar nefna að klukkutíminn kostar 278 kr. á skautanámskeiði hjá Birninum/Fjölni, um 370 kr. í sumarskóla TBR (badminton ofl), 288 kr. í Knattspyrnuskóla hjá Víkingi og 343 kr. í leikjanámskeiði hjá Val. Skátanámskeið eru einnig á frekar hagstæðu verði miðað við önnur námskeið en klukkutíminn á slíku námskeiði kostar um 400 kr.

Hér má sjá allan verðsamanburð í töflu

Um úttektina
Skoðuð voru verð á námskeiðum íþróttafélaga, á vegum íþrótta- og tómstundarráða, sveitarfélaga, skátafélaga og frjálsra félagasamtaka. Námskeiðunum í könnuninni er skipt eftir fjölda námskeiðsdaga og klukkustunda á dag. Víða er boðin gæsla á morgnana áður en námskeiðin hefjast, í hádeginu og eftir að dagskrá námskeiðanna lýkur á daginn. Misjafnt er hvort greiða þurfi aukalega fyrir þessa gæslu eða hvort hún er innifalin í námskeiðsgjaldinu. Sama er að segja um hádegisverð og hressingu, matur er sjaldnast innifalinn í námskeiðsgjaldinu en oft er hægt að kaupa heitan mat gegn vægu gjaldi. Það gjald sem gefið er upp í könnuninni er ávallt miðað við eitt stakt námskeið þannig að ekki er tekið tillit til afsláttarverðs t.d. iðkendaafsláttar eða systkinaafsláttar. Við samanburð á verði námskeiða er því nauðsynlegt að hafa þetta í huga.
Auk þess ber að athuga að hér er aðeins um verðsamanburð að ræða og sú þjónusta eða dagskrá sem í boði er á námskeiðunum er ekki metin. Úrvalið af sumarnámskeiðum fyrir börn og unglinga er mjög mikið og þessi könnun nær aðeins yfir hluta þeirra.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com