Skip to main content
Aldan

Konur taka af skarið!

By November 8, 2018No Comments

Ókeypis námskeið fyrir konur

Viltu láta til þín taka og hafa áhrif á verkalýðsbaráttuna og samfélagið? Skráðu þig þá á námskeiðið Konur taka af skarið sem haldið verður næstkomandi laugardag á Akureyri. Síðasti skráningardagur er í dag.

Námskeiðið er opið öllum konum sem eru félagsmenn stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands eða í starfsmannafélögum sveitarfélaga og er þeim að kostnaðarlausu. Þátttakendur þurfa að skrá sig á námskeiðið og í dag er síðasti skráningardagur.

Námskeiðið hefst kl. 10:00  stendur til kl. 17:00 og er haldið í sal Einingar-Iðju við Skipagötu á Akureyri.

Á námskeiðinu verða eftirfarandi málefni tekin fyrir:

  • Að bjóða kynjakerfinu birginn
  • Staða verkalýðsbaráttunnar í dag
  • Uppbygging verkalýðsfélaganna
  • Leiðtogaþjálfun
  • Að hafa áhrif og koma sínu á framfæri
  • Að starfa í verkalýðshreyfingu

Athugið að skráning þarf að berast í síðasta lagi í dag á netfangið kristinheba@akak.is
eða í síma 461 4006. 

 

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com