Skip to main content
Aldan

Kosning er hafin

By April 13, 2015No Comments

Rafræn atkvæðagreiðsla um heimild til verkfallsboðunar hófst kl. 08:00 í morgun og mun hún standa til miðnættis þann 20. apríl nk. Þessi kosning snýr að þeim félagsmönnum sem starfa eftir kjarasamningum fyrir almennan vinnumarkað.

Rafræn atkvæðagreiðsla um heimild til verkfallsboðunar hófst kl. 08:00 í morgun og mun hún standa til miðnættis þann 20. apríl nk. Um er að ræða verkfallsboðun vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega 10.000 manns eru á kjörskrá og fá þeir í dag eða á næstu dögum send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar. Fólk er hvatt til að skoða gögnin vel og vandlega og hafa samband ef einhverjar spurningar vakna. Þá er rétt að benda á vefsvæði SGS sem inniheldur mikið magn gagnlegra upplýsinga um verkfallsaðgerðirnar.

Eins og áður sagði þá er um rafræna atkvæðagreiðslu að ræða. Lykilorðið sem fylgir með kjörgögnum veitir aðgang að kosningunni sem fer fram hér. Atkvæðin eru ekki persónurekjanleg svo ekki er hægt að óska eftir nýju lykilorði, ef það kynni að glatast.

Ef einhver telur sig eiga að vera á kjörskrá en fær ekki send kjörgögn þá getur viðkomandi kært sig inn á kjörskrá. Sá hinn sami þarf þá að hafa samband við skrifstofu Öldunnar. Í framhaldinu er málið sent til kjörstjórnar sem mun taka afstöðu til þess.

Aldan og SGS hvetja að sjálfsögðu alla kosningabæra félagsmenn til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og greiða atkvæði um verkfallsboðunina!

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com