Skip to main content
Aldan

Kosning er hafin

By March 4, 2014No Comments

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara en kjörfundur hófst kl. 8 í morgun. Aldan hvetur alla félagsmenn sem vinna á almenna markaðinum til að koma á skrifstofu félagsins, greiða atkvæði og sýna þannig í verki skoðun sína á nýjum kjarasamningi

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara en kjörfundur hófst kl. 8 í morgun. Aldan hvetur alla félagsmenn sem vinna á almenna markaðinum til að koma á skrifstofu félagsins, greiða atkvæði og sýna þannig í verki skoðun sína á nýjum kjarasamningi sem gildir í 12 mánuði, frá 1. febrúar 2014.

Kjörfundur stendur yfir dagana 4., 5. og 6.mars  og er opinn frá kl. 8:00-20:00 alla dagana.

Helstu atriði nýja samningsins eru:
◾  Eingreiðsla vegna janúar 2014,
     kr. 14.600
◾  Þeir sem taka mið af launatöflu
     hækka á bilinu um 9.565 krónur
     til kr.10.339
◾  Þeir sem taka laun á bilinu
     230.000 kr. – 285.000 kr.
     hækka um 8.000 krónur
◾  Laun yfir 285.000 kr. hækka um
     2,8 %
◾  Allir kjaratengdir liðir hækka um
     2,8 %
◾  Desemberuppbót 2014 hækkar í kr. 73.600
◾  Orlofsuppbót 2014 hækkar í kr. 39.500
◾  Dagvinnutekjutrygging skv. samningi fyrir árið 2014
     verður kr. 214.000

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com