Skip to main content
AldanVMF

Kostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu – skýrsla

By March 30, 2016No Comments

Ríkt hefur samfélagssáttmáli um að allir landsmenn skuli fá þá bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á óháð stétt og stöðu. Enginn skuli standa frammi fyrir því að geta ekki sótt sér nauðsynlega heilbrigðisþjónustu eða lenda í fjárhagsvanda vegna kostnaðar sem henni fylgir.

Ríkt hefur samfélagssáttmáli um að allir landsmenn skuli fá þá bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á óháð stétt og stöðu. Enginn skuli standa frammi fyrir því að geta ekki sótt sér nauðsynlega heilbrigðisþjónustu eða lenda í fjárhagsvanda vegna kostnaðar sem henni fylgir.

Kostnaðarþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur á síðustu þremur áratugum nær tvöfaldast og í dag standa heimilin undir um 20% af öllum heilbrigðisútgjöldum með beinni greiðsluþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisútgjöld heimila hafa þannig vaxið mun hraðar en útgjöld hins opinbera á undanförum áratugum. Auknum beinum útgjöldum sjúklinga fylgir sú hætta að kostnaður verði hindrun á aðgengi að nauðsynlegri þjónustu fyrir ákveðna hópa sem eykur misskiptingu, bæði fjárhagslegra, félagslega og heilsufarslega.

Vísbendingar um þetta sjáum við í tölum um fjölda þeirra sem ekki sækja sér nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar. Samkvæmt rannsókn Eurostat er mun stærri hluti fólks sem sækir sér ekki nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar hér á landi en í nágrannalöndunum. Samkvæmt nýjustu tölum eru um 3% Íslendinga sem segjast ekki hafa sótt sér nauðsynlega læknisþjónustu vegna kostnaðar en innan við 0,5% á hinum Norðurlöndunum. Það vekur líka athygli að mikill munur er á svörum eftir tekjum en meðal tekjulægsta hópsins hér á landi eru um 6% sem hafa ekki sótt sér læknisþjónustu vegna kostnaðar en 0,6% meðal þeirra tekjuhæstu. Þegar skoðaðar eru tölur um tannlæknaþjónustu er myndin enn verri en nærri fimmtungur tekjulægsta hópsins hér á landi segist ekki hafa sótt sér tannlæknaþjónustu vegna kostnaðar. 

Í samfélagsumræðunni heyrum við líka allt of margar sögur af samborgurum okkar sem glíma við alvarleg veikindi og þurfa á sama tíma að hafa fjárhagsáhyggjur vegna þess mikla kostnaðar sem greiða þarf fyrir læknisaðstoð og meðferð, oft á sama tíma og tekjur heimilisins dragast saman.
 Bein greiðsluþátttaka sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu hér á landi er margþætt og misjafnar reglur gilda eftir því hverskonar heilbrigðisþjónusta er veitt, hvar hún er veitt og hvaða heilbrigðisstéttir það eru sem veita þjónustu. Greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustunni eru því í reynd fjölmörg og nokkuð flókin og samspil þeirra á milli í sumum tilvikum ekkert. Þannig geta mismunandi sjúklingahópar haft mjög misjafnan kostnað vegna veikinda sinna eftir því hvaða þjónustu þeir þurfa og hvar hún er veitt. Dæmi um þetta er t.a.m. kostnaður einstaklings sem sækir þjónustu á göngudeild sjúkrahúss getur verið umtalsverður en liggi hann inni á sjúkrahúsinu er þjónustan gjaldfrjáls. Einstaklingur sem fær kvilla sem meðhöndla má með lyfjum er mun betur varinn fyrir háum kostnaði en sá sem þarf langtímameðferð á göngudeild eða hjá sjúkraþjálfara. Þegar þörf er á fjölþættri þjónustu í heilbrigðiskerfinu, eins og við á í mörgum tilvikum þegar sjúklingur þarf t.a.m. læknisþjónustu, rannsóknir, lyfjagjöf og jafnvel þjálfun, koma saman mörg greiðsluþátttökukerfi með ólíkar reglur og viðmið sem leiðir til þess að heildar kostnaður sjúklinga vegna veikinda getur orðið mjög hár.

Reglur um afsláttarfyrirkomulag þegar greidd hefur verið ákveðin upphæð fyrir tiltekna heilbrigðisþjónustu koma ekki í veg fyrir háan kostnað þar sem áfram er greitt fyrir þjónustuna, þótt verðið sé lægra. Auk þess nær afslátturinn eingöngu til ákveðinna þátta heilbrigðisþjónustunnar og gildir eingöngu innan almanaksárs sem þýðir að heildarkostnaður sjúklings getur ráðist að verulegu leyti af því hvenær innan ársins hann veikist.  Almennt eru sjúklingar því illa varðir fyrir háum útgjöldum vegna veikinda.

Allt gefur þetta okkur ástæðu til að staldra við og velta fyrir okkur hvort samfélagssáttmálinn sé brostinn og hvað þurfi til að endurreisa hann.
 Í þessari samantekt er farið yfir þær mismunandi reglur sem gilda um beina greiðsluþátttöku notenda á helstu sviðum heilbrigðisþjónustunnar og greint frá virkni þeirra og samspili. Þótt hér sé um nokkuð umfangsmikla yfirferð að ræða er hún langt frá því að vera tæmandi. Þá er í samantektinni að finna raunverulegar dæmisögur um kostnað frá notendum heilbrigðisþjónustunnar sem sýna vel hversu mikill samantekinn kostnaður sjúklinga úr mismunandi hlutum heilbrigðiskerfisins getur orðið.  Kunnum við þeim sem deildu sögum sínum með okkur bestu þakkir.

Kostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu – skýrsla

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com