Skip to main content
Aldan

KS lækkar verð um 0,1 %

By June 25, 2013No Comments

Vörukarfa ASÍ lækkar um 0,1 % hjá Kaupfélagi Skagfirðinga eins og fram kemur í frétt frá verðlagseftirliti ASÍ.

 


Fréttina má lesa í heild sinni á hér.


Vörukarfan hefur hækkað meira hjá lágvöruverðsverslunum en öðrum verslunum

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um allt að 4,9% frá því í janúar (viku 5) og nú í júní (viku 24).
Á tímabilinu janúar til maí var verðbólgan hins vegar aðeins tæp 2% (verðbólgumæling fyrir júní er ekki komin).
Það sem af er árinu hefur vörukarfan hækkað meira hjá lágvöruverðsverslunum en öðrum verslunum, mest hjá Nettó, Bónus og Iceland.
Vörukarfan hefur lækkað lítilega hjá 5 verslunum af 15, mesta lækkunin var hjá Hagkaupum sem lækkaði verðið í nánast öllum vöruflokkum.
 
Verð á vörukörfu ASÍ hefur hækkað mest hjá Nettó um (4,9%), Bónus og Iceland um (4,2%),
hjá Víði um (1,9%), Krónunni og Kjarval um (1,6%), hjá Samkaupum–Úrvali um (1,5%),
Tíu–ellefu um (1,2%), Nóatúni um (0,4%) og hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga um (0,3%).
Vörukarfan lækkar mest hjá Hagkaupum um (2,3%), Kaupfélagi Steingrímsfjarðar um (1,1%),
Kaskó um (0,6%) og hjá Samkaupum – Strax og Kaupfélagi Skagfirðinga um (0,1%).

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com