Skip to main content

Meðalverð á lausasölulyfjum hjá apótekunum hefur lækkað síðastliðna 8 mánuði að því er fram kemur í samanburði á könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði 3. nóvember 2014 og könnun sem gerð var 11. mars 2014.

Meðalverð á lausasölulyfjum hjá  apótekunum hefur lækkað síðastliðna 8 mánuði að því er fram kemur í samanburði á könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði 3. nóvember 2014 og könnun sem gerð var 11. mars 2014. Meðalverð á algengum vörutegundum lækkaði um allt að 7% milli kannana en algengast var að sjá 1-3% lækkun. Gengi krónunnar hefur styrkst sl. 12 mánuði um 5%*.

Töluverður munur er á því hvort skoðaðar eru verðbreytingar á lausasölulyfjum eða öðrum vörum apótekanna. Lausasölulyf hafa lækkað í verði í flestum tilvikum, meðan verð á öðrum vörum apótekanna stendur í stað.

Þegar lausasölulyfin eru skoðuð má sjá að Siglufjarðar Apótek og Garðs Apótek eru með nánast sama verð og í seinustu mælingu. Næstum allar vörurnar lækkuðu hjá Borgar Apóteki og þá oftast um 10-20%. Hjá Lyfjavali og Apóteki Suðurnesja var lækkunin oftast um 7-9%. Austurbæjar Apótek og Lyfja eru bæði að hækka og lækka verð og athygli vekur að Apótekið er að hækka verð um 1-3% á um fjórðungi þeirra vara sem samanburðurinn nær til.

Sjá nánar í töflu á heimasíðu ASÍ.

Samanburðurinn var gerður í eftirtöldum apótekum: Apóteki Hafnarfjarðar, Tjarnarvöllum 11; Apótekaranum; Apótekinu; Garðs Apóteki, Sogavegi 108; Lyf og heilsu; Borgar Apóteki, Borgartúni; Lyfju; Lyfjavali Álftamýri, Álftamýri 1-5; Lyfjaveri, Suðurlandsbraut 22; Reykjavíkur Apóteki, Seljavegi 2; Rima Apóteki, Langarima 21; Skipholts Apóteki, Skipholti 50B; Urðarapóteki, Vínlandsleið 16; Akureyrarapóteki, Kaupangi við Mýrarveg; Apóteki Vesturlands, Smiðjuvöllum 32, Akranesi; Siglufjarðar Apóteki, Aðalgötu 38; Apóteki Garðabæjar, Litlatúni 3; Apóteki Suðurnesja, Reykjanesbæ; Austurbæjar Apóteki, Ögurhvarfi 3.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í þessa könnun í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

*Vísitala meðalgengis – viðskiptavog þröng

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com