Skip to main content
Aldan

Langar þig til Spánar?

By May 23, 2018No Comments

Aldan á íbúð í útjaðri Alicante.

Minnum á íbúðina okkar í Los Arenales á Spáni, litlum bæ rétt sunnan við Alicanteborg. Akstur frá Alicante flugvelli til bæjarins tekur um 15 mínútur, en um 20 mín akstur er inn í miðborg Alicante. Auðvelt er að taka bílaleigubíl frá flugvelli og auðvelt að fylgja leiðbeiningum til áfangastaðar.

Minnum á íbúðina okkar í Los Arenales á Spáni, litlum bæ rétt sunnan við Alicanteborg. Akstur frá Alicante flugvelli til bæjarins tekur um 15 mínútur, en um 20 mín akstur er inn í miðborg Alicante. Auðvelt er að taka bílaleigubíl frá flugvelli og auðvelt að fylgja leiðbeiningum til áfangastaðar.

Íbúðina á Aldan í sameign með þremur öðrum stéttarfélögum og sér Verk Vest um útleigu íbúðarinnar fyrir hönd allra félaganna. Íbúðin er í lokuðum kjarna þar sem enginn kemst inn nema hafa lykil eða aðgangsheimilid.
Íbúðin er vel búin öllum helstu þægindum, með loftkælingu og nettengingu og jafnframt er mjög gott aðgengi að íbúðinni. Gistipláss er fyrir 6 fullorðna í tveimur herbergjum og svefnsófa í stofu. Í íbúðinni eru einnig ferðabarnarúm og barnastóll.

Raðhúsakjarninn er mjög snyrtilegur en fyrir miðju kjarnans er sameiginleg sundlaug með barnalaug sem aðeins íbúarnir hafa aðgang að. Við hliðina á sundlauginni er stigahús niður í bílastæðakjallarann en stæði í bílageymslu fylgir íbúðinni.

Los Arenales er strandbær sem býður upp á alla nauðsynlega þjónustu með verslunum og veitingastöðum. Mjög stutt er frá íbúðakjarnanum Alt Omar III (þar sem íbúðin er staðsett) niður á ströndina sem er í 5 – 10 mínútna göngufæri (athugið þó að það þarf að ganga um frekar bratta brekku til að komast til og frá ströndinni).  Strandlengja Los Arenales er nánast samfelld sandfjara í átt til Alicante í norðri og til Santa Pola í suðri. Þar er mjög fjölbreytt þjónusta með úrvali veitingastaða, stórmarkaða og verslana. Um 10 mínútna akstur er til Sant Pola og um 5 mínútna akstur til Gran Alicant sem er þjónustukjarni sem ekið er í gegnum frá flugvellinum á leið til Altomar III. Um 40 mínútna akstur er frá Los Arenales til Torriveija.

Leiga
Orlofshúsið er leigt tvær vikur í senn að sumrinu, frá mánudegi til mánudags, en sumartímabilið er frá 1.maí til 30.september. Sumarleiga fyrir tvær vikur er kr. 93.000. 
Lágmarksleiga á tímabilinu 1.okt. – 30.apríl er ein vika og kostar hún kr. 49.000.
Brottfarargjald er innifalið í leiguverði.
Leigutakar geta komið í íbúð kl.19:00 á upphafsdegi leigu en brottför úr íbúð er í síðasta lagi kl. 11:00 á lokadegi leigutíma.

Félagsmenn eru beðnir um að snúa sér til skrifstofu Verk Vest á Ísafirði með bókanir og frekari upplýsingar í síma 456 5190 á opnunartíma virka daga frá kl.08.00 – 16.00 eða með tölvupósti postur@verkvest.is .

 

HÉR ER HÆGT AÐ SKOÐA LAUS TÍMABIL Á SPÁNI.

Myndband um Altomar III, íbúðahverfið í Los Arenales

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com