Skip to main content
AldanVMF

Látum Amazon borga

By November 26, 2020No Comments

Alþýðusamband Íslands er þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni Make Amazon Pay eða Látum Amazon borga. Tilefnið er óásættanleg framkoma risafyrirtækisins gagnvart starfsfólki sínu.

Alþýðusamband Íslands er þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni Make Amazon Pay eða Látum Amazon borga. Tilefnið er óásættanleg framkoma risafyrirtækisins gagnvart starfsfólki sínu.

Efnt verður til aðgerða 27. nóvember, á svörtum föstudegi (Black Friday), sem er einn stærsti verslunardagur Bandaríkjamanna og hefur jafnframt fest sig í sessi sem útsöludagur hér á landi og víðar. Starfsmenn Amazon munu efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfstöðum Amazon víða um heim og í kjölfarið munu þingmenn í fjölmörgum löndum ljá átakinu rödd sína og sameinast um tillögur til lagabreytinga sem myndu tryggja réttindi og kjör starfsfólks. 

Þetta eru kröfurnar sem lagðar eru fram:

1. Kjör og réttindi starfsfólks: þ.e. sanngjörn laun, hlé á vinnutíma, öryggi á vinnustað og veikindaréttur.
2. Starfsöryggi: m.a. með því að hætta lausráðningum og gerviverktöku og tryggja gagnsæja ferla fyrir kvartanir.
3. Virðing fyrir réttindum launafólks: m.a. með því að hætta skipulögðu niðurbroti stéttarfélaga, viðurkenna samningsrétt launafólks og tryggja samráð við fulltrúa launafólks.
4. Sjálfbærni í rekstri: m.a. með því að stefna að kolefnishlutleysi fyrir 2030, innleiða réttlát umskipti og hætta að styðja við málstað þeirra sem afneita loftslagsbreytingum.
5. Greiða til samfélagsins: m.a. með því að greiða skatta í þeim löndum sem Amazon starfar í, hætta að nota skattaskjól og draga úr einokun.

Meðal þeirra sem hafa staðfest þátttöku sínu í átakinu eru ITUC, Public Services International og Amazon Workers International. Þátttaka ASÍ var samþykkt á fundi miðstjórnar 4. nóvember 2020.
 
Um Amazon
Amazon er eitt valdamesta stórfyrirtæki í heimi með vinnustöðvar í fjórtán löndum en starfsemin teygir sig um allan heim, þ. á m. til Íslands. Forstjóri Amazon er ríkasti maður heims og hefur COVID-faraldurinn aukið mjög á auðæfi hans vegna aukinna heimsendinga. Samhliða hefur verið dregið fram í dagsljósið hversu illa búið er að starfsfólki fyrirtækisins. Heilsu þess og öryggi er ítrekað stefnt í hættu. Sem dæmi má nefna að einn starfsmaður á að skanna þrjátíu sendingar á færibandi á einni mínútu, undir rafrænu eftirliti, og fær aðeins tvær fimmtán mínútna pásur á dag. Innifalið í henni er að koma sér til og frá mataraðstöðu starfsmanna sem getur tekið allt að því allan tímann. Slysatíðni er há. Starfsfólk Amazon víða um heim hefur látið meira í sér heyra og sent frá sér ákall um bætt starfsumhverfi. Með átaki Progressive International er markmiðið að taka undir með kröfum þeirra og þrýsta á breytingar. Íslendingar eru notendur Amazon og mikilvægt að upplýsa okkar félaga og íslenska neytendur um aðbúnað og aðstöðu launafólks hjá fyrirtækinu.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com