Skip to main content
AldanVMF

Lítill verðmunur á Bónus og Krónunni

By August 31, 2018No Comments

Mikill verðmunur var í flestum tilfellum á matvöru milli verslana í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem gerð var 28. ágúst. Oftast var yfir 40% verðmunur á hæsta og lægsta verði í könnuninni eða í 57 tilfellum af 107 en í 37 tilfellum af 107 var yfir 60% verðmunur á hæsta og lægsta verði.

Mikill verðmunur var í flestum tilfellum á matvöru milli verslana í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem gerð var 28. ágúst. Oftast var yfir 40% verðmunur á hæsta og lægsta verði í könnuninni eða í 57 tilfellum af 107 en í 37 tilfellum af 107 var yfir 60% verðmunur á hæsta og lægsta verði.

Iceland var oftast með hæsta verðið eða í 76 tilfellum af 107 en Bónus oftast með það lægsta eða í 69 tilfellum af 107. Lítill munur er á verði í Krónunni og Bónus.

22 króna verðmunur á vörukörfunni í Bónus og Krónunni
Samanburður á vörukörfu sem inniheldur vörur sem voru til í öllum verslunum (nema Costco) sýnir 2.403 kr. eða 29% verðmun á milli verslana. Vörukarfan sem inniheldur vörur úr nokkrum vöruflokkum var ódýrust í Bónus, 8.210 kr. en dýrust í Iceland þar sem hún kostaði 10.612 kr. Athygli vekur að einungis 27 króna munur er á þessari vörukörfu milli Bónus og Krónunnar og ef allur vörulistinn sem tekinn var fyrir í könnuninni er skoðaður má sjá að munurinn er oftast einungis nokkrar krónur og oft bara ein króna. Krónan er því með næst ódýrustu vörukörfuna í þessu dæmi, 8.236 kr. en Hagkaup með þá næst dýrustu, 9.469 krónur.

Neytendur geta því auðveldlega sparað sér töluverðar upphæðir með því að versla þar sem vöruverð er lágt. Tekið skal fram að taflan sýnir ekki endilega þær vörur þar sem verðmunurinn var mestur. Þá voru kjúklingabringurnar hjá Iceland í dæminu hér að neðan á 50% afslætti en ef svo hefði ekki verið væri verðmunurinn enn meiri milli Iceland og annarra búða í könnuninni.

Verðmuninn á vörukörfunni má sjá í töflu á heimasíðu ASÍ.

Oft yfir 60% verðmunur
Könnunin sýnir að mjög mikill verðmunur er á flestum vörutegundum en í 20 tilfellum af 107 var verðmunurinn yfir 80% og í 37 tilvikum af 107 var hann yfir 60%.

Mestur var verðmunurinn á 200 stykkjum af kaffipokum nr. 4 eða 253% en í þessu tilfelli var tekið niður verð á ódýrustu tegundinni í hverri búð. Þá má nefna mikinn verðmun á bleyjum en mestur var verðmunurinn á Libero bleyjum nr. 2, 36 stk eða 51%. Ódýrastar voru þær í Bónus á 595 kr. en dýrastar í Iceland á 899 kr. Aðrir vöruflokkar þar sem verðmunur var mikill voru hreinlætisvörur, ávextir og grænmeti, kjöt og fiskur, sælgæti og snakk, þurrvörur, drykkjarvörur og barnavörur.

Niðurstöður könnunarinnar ASÍ á matvöruverði í heild sinni.

Um könnunina
Í könnuninni var hilluverð á 100 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina.

Könnunin var framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum en þær eru: Bónus Holtagörðum, Nettó Mjódd, Krónunni Bíldshöfða, Hagkaup í Garðabæ, Iceland í Engihjalla, Fjarðarkaupum, Costco og Kjörbúðinni Neskaupstað. Í könnuninni er einungis gerður samanburður á verði en ekkert mat er lagt á gæði eða þjónustu viðkomandi verslana.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com