Skip to main content
AldanVMF

Lítillega dregur úr atvinnuleysi milli mánaða

By June 18, 2019No Comments

Þó dragi úr atvinnuleysi milli mánaða fjölgar þeim sem hafa verið atvinnulausir lengur en hálft ár.

Það dregur úr skráðu atvinnuleysi á milli mánaða en að meðaltali voru 6.767 á atvinnuleysisskrá í maí. Skráð atvinnuleysi mældist 3,6% í lok mánaðarins sem er 0,1 prósentustigi minna en í apríl. Að apríl frátöldum er skráð atvinnuleysi nú það mesta síðan í mars 2015. Í árstíðarsveiflu atvinnuleysis eru sumarmánuðirnir maí, júní, júlí, yfirleitt með lágt atvinnuleysisstig samanborið við árið allt. Borið saman við maímánuði síðustu ár er atvinnuleysi nú það mesta síðan 2014 en þá var atvinnuleysi það sama eða 3,6%. 

Þó dragi úr atvinnuleysi milli mánaða fjölgar þeim sem hafa verið atvinnulausir lengur en hálft ár. Í maí höfðu 2.793 einstaklingar verið atvinnulausir lengur en 6 mánuði. Er það mesti fjöldi í þeim hópi frá september 2014.

Í öllum landshlutum dregur úr atvinnuleysi að Suðurnesjum frátöldum. Atvinnuleysi þar er talsvert meira en annars staðar og eykst munurinn milli mánaða. 

Sjá nánar á heimasíðu ASÍ

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com