Skip to main content
VMF

Lögum ASÍ breytt á ársfundi

By October 24, 2010No Comments

Á nýliðnum ársfundi ASÍ var lögum sambandsins breytt, þannig að aðild að landssambandi eða staða sem landsfélag verður ekki lengur skilyrði fyrir aðild að ASÍ. Einstök aðildarfélög geta því valið að standa utan landssambanda en haldið aðild sinni að ASÍ.

Aðild að ASÍ breytist á þann veg að aðild að landssambandi eða staða sem landsfélag verður ekki lengur skilyrði fyrir aðild að ASÍ. Einstök aðildarfélög geta því valið að standa utan landssambanda en haldið aðild sinni að ASÍ.
Lagabreytingarnar fela ennfremur það í sér að í stað ársfunda komi æðsta stofnun ASÍ saman á þingum á tveggja ára fresti. Fundur formanna aðildarfélaga ASÍ og formanna aðildardeilda sambandanna  fær nú formlega stöðu í lögum ASÍ og kemur saman á milli þinga.
Jafnframt var samþykkt að mynda sérstök samtök ungs fólks (ASÍ-UL) á aldrinum 18-35 ára í aðildarfélögum ASÍ. Ungt fólk komi saman á sérstöku þingi í tengslum við þing ASÍ. Stjórn samtakanna, 9 manns, mun eiga rétt til setu á fundum ASÍ með fullum réttindum og formaður samtakanna tekur sæti á fundum formanna aðildarfélaganna.
Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com