Skip to main content
AldanVMF

Lýðræðið í hættu þar sem gróf kúgun er notuð til að þagga niður óánægju

By June 20, 2019No Comments

Ný skýrsla Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) sýnir að skipulögð aðför að grundvallar réttindum launafólks, svo sem verkfallsréttinum og réttinum til að mótmæla, ógnar víða friði og stöðugleika.

Ný skýrsla Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) sýnir að skipulögð aðför að grundvallar réttindum launafólks, svo sem verkfallsréttinum og réttinum til að mótmæla, ógnar víða friði og stöðugleika. Ofbeldi og frelsissviptingar á verkafólki sem reynir að standa á sínu hafa ágerst á Indlandi, í Tyrklandi og Víetnam. Samkvæmt skýrslunni eru eftirfarandi lönd þau verstu þegar kemur að ofbeldi og brotum á réttindum verkafólks: Alsír, Bangladesh, Brasilía, Filipseyjar, Gvatemala, Kasakstan, Kólumbía, Saudi-Arabía, Tyrkland og Zimbabve.

Sharan Burrow, framkvæmdastjóri ITUC, segir að frá Hong Kong til Máritaníu og Fillipseyjum til Tyrklands reyni stjórnvöld markvisst að þagga niður í óánægjuröddum meðal verkafólks með því að takmarka málfrelsi og hindra fundarhöld. Í 72% landa heims hefur verkafólk lítinn eða engan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið. „Hnignun samfélagssáttmálans milli launafólks, ríkisstjórna og atvinnurekenda hefur orðið til þess að fjöldi landa sem meina verkafólki að vera í verkalýðsfélögum fór úr 92 árið 2018 í 107 árið 2019. Og fjölgun slíkra landa var mest í Evrópu þar sem helmingur ríkjanna útilokar hópa verkafólks frá aðild að stéttarfélögum. Ákveðin stórfyrirtæki neita starfsfólki sínu um réttindi sem áður þóttu góð og gild,“ segir Sharan Burrow og bætir við. „Enginn verkamaður á að vera skilinn eftir vegna þess að atvinnurekandinn ákveður einhliða að taka upp viðskiptamódel þar sem sjálfsögð réttindi á vinnumarkaði þvælast fyrir græðginni. Fyrirtæki sem hafa hingað til hunsað rétt starfsmanna sinna standa núna frammi fyrir mótmælum víða um heim. Þetta eru fyrirtæki eins og Uber, Amazon og Ryanair.“

Dæmi um brot gegn verkafólki sem rannsakendur ITUC setja fram í skýrslu sinni er að:

•  85% ríkja hafa brotið gegn rétti launafólks til verkfalla
•  80% ríkja neita hluta eða öllu launafólki um almennan kjarasamning
•  Fjöldi þeirra ríkja sem hafa handtekið verkamenn vegna baráttu sinnar jókst úr 59 árið 2018 í 64 árið 2019
•  Af 145 ríkjum sem voru í könnuninni koma 54 í veg fyrir málfrelsi og rétt verkamanna til að boða til funda
•  Í 59% ríkjanna koma yfirvöld í veg fyrir stofnun verkalýðsfélaga
•  Í 52 löndum hafa verkamenn þurft að þola ofbeldi vegna réttindabaráttu sinnar
•  Verkamenn og verkalýðsleiðtogar hafa verið myrtir vegna baráttu sinnar í 10 löndum. Þau eru: Bangladesh, Brasilía, Filipseyjar, Gvatemala, Honduras, Ítalía, Kólumbía, Pakistan, Tyrkland og Zimbabve.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com