Skip to main content

Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands kemur fram að samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hafa miklar verðhækkarnir orðið á milli ára á öllum vörum og í öllum þeim verslunum sem
þessi könnun verðlagseftirlitsins náði til.

Matvörur hækka mikið á milli ára

Sú matvara sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 26. ágúst sl. hefur hækkað mikið í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í júní 2012. Miklar verðhækkanir eru í öllum vöruflokkum hjá öllum verslunum. Þannig hefur vinsæl matvara eins og Klípa hækkað um 3-13% og roðlaus ýsuflök um 4-27%.
 
Verð hefur oftast hækkað hjá Fjarðarkaupum á milli mælinga eða á 28 af 34 vörum sem til voru í báðum mælingum. Krónan hækkaði verð á 26 vörum af 33. Nettó hækkaði verðið á 25 vörum af 35, Bónus á 24 af 31 og Nóatún á 22 af 33. Verslanirnar Hagkaup og Samkaup-Úrval hafa oftar lækkað verð en hækkað á umræddu tímabili. Hagkaup hefur oftast lækkað verð í samanburðinum eða á 20 vörum af 39 og Samkaup-Úrval lækkaði og hækkaði verð næstum jafn oft í samanburðinum.
 
Verðhækkanir á vinsælli matvöru
Nánast allar vörurnar sem bornar eru saman hafa hækkað í verði. Sem dæmi um mikla hækkun má nefna t.d. sítrus ávöxtinn lime sem hækkaði um 91% úr 314 kr./kg. í 599 kr./kg. hjá Nettó, um 84% úr 598 kr./kg. í 1.098 kr./kg. hjá Fjarðarkaupum, um 59% úr 439 kr./kg. í 698 kr./kg. hjá Bónus, um 48% úr 499 kr./kg. í 739 kr./kg. hjá Samkaupum Úrval, um 33% hjá Hagkaupum og um 32% hjá Nóatúni. Af öðrum vörum má nefna t.d. SS skólakaæfu sem hefur hækkað um 14% hjá Nóatúni, um 9% hjá Krónunni, um 7% hjá Bónus, um 6% hjá Nettó, um 3% hjá Fjarðarkaupum og Hagkaupum en lækkaði í verði um 11% hjá Samkaupum Úrval.
 
Einstöku verðlækkanir
Dæmi um vörur sem hafa lækkað í verði eru t.d. Sun Lolly sem hefur lækkað í verði um 11% hjá Hagkaupum og Nettó, um 7% hjá Bónus og um 6% hjá Krónunni. Einnig má nefna að Merrild kaffi hefur lækkað um 7% hjá Bónus, 5% hjá Fjarðarkaupum, 4% hjá Hagkaupum, 3% hjá Samkaupum-Úrvali, 2% hjá Krónunni og Nóatúni og um 1% hjá Nettó. Gerber eplasafi hefur einnig lækkað í verði um 16% hjá Krónunni, um 15% hjá Nettó, um 13% hjá Samkaupum-Úrvali og Hagkaupum og um 8% hjá Nóatúni. 
 
Sjá nánari niðurstöður í töflu á heimasíðu ASÍ.
 
Þær verðbreytingar sem hér eru birtar miða við breytingar á verði verslana milli verðkannana verðlagseftirlits ASÍ þann 5.6.12 og 26.8.13.
Rétt er að árétta að mæld eru þau verð sem eru í gildi á hverjum tíma í versluninni og geta tilboðsverð haft áhrif á verðbreytingar einstakra vara.
 
Verðbreytingar eru skoðaðar í eftirtöldum verslunum; Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Samkaupum Úrval, Hagkaupum og Nóatúni.
 
Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com