Skip to main content

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á ýmsum vörum sem seldar eru í apótekum, mánudaginn 3. nóvember. Skoðaðar voru m.a. vörur eins og plástrar, krem, varasalvi, fæðubótarefni og lúsasjampó. Farið var í 21 apótek en Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur neituðu þátttöku í könnuninni.

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á ýmsum vörum sem seldar eru í apótekum, mánudaginn 3. nóvember. Skoðaðar voru m.a. vörur eins og plástrar, krem, varasalvi, fæðubótarefni og lúsasjampó. Farið var í 21 apótek en Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur neituðu þátttöku í könnuninni.

Lægsta verðið var oftast að finna hjá Lyfjaveri Suðurlandsbraut eða í 8 tilvikum af 47 og hjá Austurbæjar Apóteki Ögurhvarfi í 7 tilvikum. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Siglufjarðar Apóteki í 8 tilvikum af 47 og hjá Gamla apótekinu Melhaga og Lyfsalanum Álfheimum í 7 tilvikum. Oftast var á milli 25-50% verðmunur á hæsta og lægsta verði. Minnsti verðmunur í könnuninni var 10% en sá mesti 84%. Aðeins Lyfjaver Suðurlandsbraut átti til allar vörurnar sem skoðaðar voru en fæstar vörurnar voru fáanlegar hjá Lyfsalanum Álfheimum.

Mestur verðmunur í könnuninni var á Panaten kremi (50 ml.) sem var dýrast á 709 kr. hjá Lyfsalanum Álfheimum en ódýrast á 385 kr. hjá Austurbæjar Apóteki sem er 324 kr. verðmunur eða 84%. Minnstur verðmunur var á Ros bleikum naglalakksleysi (100 ml.) sem var dýrastur á 619 kr. hjá Austurbæjar Apóteki en ódýrast á 563 kr. hjá Rima Apóteki Langarima sem er 10% verðmunur.

Af öðrum vörum sem skoðaðar voru í könnuninni og  voru fáanlegar hjá öllum söluaðilum má nefna að Vivag sápan – female (200 ml.) var dýrust á 1.490 kr. hjá Siglufjarðar Apóteki en ódýrust á 1.005 kr. hjá Apóteki Hafnarfjarðar Tjarnarvöllum, sem er 485 kr. verðmunur eða 48%. A+D kremið original ointment (113 gr.) var dýrast á 2.012 kr. hjá Borgar Apóteki Borgartúni en ódýrast á 1.584 kr. hjá Apóteki Garðabæjar sem er 428 kr. verðmunur eða 27%.

Sjá nánar í töflu á heimasíðu ASÍ.

Könnunin var gerð í eftirtöldum apótekum: Apóteki Hafnarfjarðar, Tjarnarvöllum 11; Apótekarinn Hafnarstræti 95, Akureyri; Apótekinu Hólagarði, Lóuhólum 2-6; Garðs Apóteki, Sogavegi 108; Lyf og heilsa Hveragerði; Borgar Apóteki, Borgartúni; Lyfju Ísafirði; Lyfjavali Álftamýri, Álftamýri 1-5; Lyfjaveri, Suðurlandsbraut 22; Reykjavíkur Apóteki, Seljavegi 2; Rima Apóteki, Langarima 21; Skipholts Apóteki, Skipholti 50B; Urðarapóteki, Vínlandsleið 16; Akureyrarapóteki, Kaupangi við Mýrarveg; Apóteki Vesturlands, Smiðjuvöllum 32, Akranesi; Siglufjarðar Apóteki, Norðurgötu 4B; Apóteki Garðabæjar, Litlatúni 3; Apóteki Suðurnesja, Reykjanesbæ; Gamla apótekinu Melhaga 20-22; Lyfsalanum, Álfheimum 74; Austurbæjar Apóteki, Ögurhvarfi 3. Árbæjarapótek og Apótek Ólafsvíkur sem fyrr segir neituðu þátttöku í könnuninni.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í þessa könnun í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com