Skip to main content
AldanVMF

Mikill verðmunur á vegan og lífrænum matvörum

By May 22, 2018No Comments

Eftirspurn eftir lífrænum vörum og vegan mat hefur aukist töluvert síðustu ár og bjóða matvöruverslanir upp á sífellt meira úrval af matvöru sem fellur þar undir. Verðlagseftirlit ASÍ gerði því verðkönnun á vegan og lífrænum vörum þann 16. maí síðastliðinn í stærstu heilsuvörubúðum landsins og stórmörkuðum.

Eftirspurn eftir lífrænum vörum og vegan mat hefur aukist töluvert síðustu ár og bjóða matvöruverslanir upp á sífellt meira úrval af matvöru sem fellur þar undir. Verðlagseftirlit ASÍ gerði því verðkönnun á vegan og lífrænum vörum þann 16. maí síðastliðinn í stærstu heilsuvörubúðum landsins og stórmörkuðum. Mikill verðmunur var á vörum í ýmsum vöruflokkum en sem dæmi var 76% verðmunur á möndlumjólk, 49% verðmunur á kókosolíu, 44% verðmunur á kjúklingabaunum og 45% verðmunur á Tortillum með linsum.

Umræða um heilsu, umhverfi og dýravernd hefur aukist mikið á síðustu árum. Fleiri og fleiri eru farnir að velja lífrænar og/eða vegan vörur vegna heilsu-, umhverfis-, og/eða dýraverndunarsjónarmiða og er grænkerum (þeim sem kjósa vegan lífstíl) alltaf að fjölga. Stórar matvöruverslanir eru því farnar að bregðast í auknum mæli við þessum breytingum með því að bjóða upp á vörur sem eru framleiddar með þessi sjónarmið í huga og þarf almenningur því ekki lengur að fara í sérverslanir til að sækja sér vörur sem þessar. Vörulistinn í könnuninni er ekki tæmandi og mismunandi er hvaða vörumerki eru í boði í hverri búð. Könnunin er því ekki mælikvarði á heildarúrval búðanna þó hún gefi einhverja vísbendingu.

49% verðmunur á kókosolíu og 44% verðmunur á kjúklingabaunum
Verðmunur á þurrvörum og dósamat var mestur á ávaxtastykkjum frá vörumerkinu Nakd eða 72%, ódýrust voru þau í Víði á 98 kr. stk en dýrust í Iceland á 169 kr. stykkið. Mikill verðmunur var á kjúklingabaunum í dós frá Biona Organic eða 44% en ódýrustu dósina mátti finna í Krónunni á 209 kr. stk. en þá dýrustu í Heilsuhorninu Blómavali á 302 krónur. Þá var 440 króna eða 49% verðmunur á 500 gr. krukku af kókosolíu frá Himneskri hollustu en en lægsta verðið á henni var í Krónunni, 899 kr. en það hæsta í Heilsuhorninu Blómavali, 1.399 kr.                                                                             

Mikill verðmunur var á mat frá Móður Náttúru eða 45% á Tortillum með linsum sem voru ódýrastar í Bónus á 895 kr. en dýrastar í Iceland á 1.299 kr. Þá var 43% verðmunur á brokkolíbuffi frá sama fyrirtæki en lægsta verðið var hjá Bónus, 698 kr. en það hæsta í Iceland 1.299 kr. Mikið verðbil var á Vegan nöggum frá Halsans kök en lægsta verðið var í Bónus, 498 kr. en það hæsta í Iceland, 698 kr sem gerir 40% verðmun. Svipaða sögu var að segja um verðið á hummus frá Sóma en 39% verðmunur var á honum milli verslana, Bónus með lægsta verðið, 359 kr. en Iceland með það hæsta, 499 kr.

Allt að 76% verðmunur á möndlumjólk
Margar tegundir af vegan mjólk eru í boði í stórmörkuðum landsins en oft mátti sjá gríðarlegan verðmun á möndlu- og rísmjólk milli verslana. Mestur var verðmunurinn á Isola möndlumjólk eða 76% en lægsta verðið mátti finna í Fjarðarkaup, 358 kr. en það hæsta í Heilsuhorninu Blómavali, 629 kr. Svipaður verðmunur eða 73% var á Almond dream möndlumjólk, lægsta verðið var í Bónus, 259 kr. en það hæsta í Nóatúni 449 kr. Þá var 61% verðmunur á Oatly haframjólk, ódýrust var hún í Bónus á 229 kr. en dýrust í Iceland, 369 krónur. Verðmunurinn var einnig mikill á lífrænum gosdrykkjum en mestur var 80% verðmunur á Whole earth kolsýrðu vatni með appelsínu og sítrónubragði eða 80%, lægsta verðið var í Fjarðarkaupum, 193 en hæsta verðið var í Heilsuhorninu í Blómavali, 348 krónur.

Iceland oftast með hæsta verðið en Fjarðarkaup oftast með það lægsta
Vörurnar sem verðkönnunin náði til voru 64 talsins og var Iceland var oftast með hæsta verðið eða í 23 tilfellum. Vöruúrvalið var minnst í Heilsuhorninu Blómavali en þar fengust einungis 14 vörur en í nær öllum tilvikum eða 13 af 14 var vöruverðið hæst þar. Þar á eftir kom Nóatún með hæsta verðið í 12 tilvikum. Fjarðarkaup var oftast með lægsta verðið eða í 23 tilfellum, Bónus í 13 tilfellum og Krónan í 9 tilfellum.

Sjá nánari upplýsingar í töflu á heimasíðu ASÍ.

Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum.

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Krónunni Lindum, Bónus Smáratorgi, Heilsuhúsinu Lágmúla, Nettó Mjódd, Hagkaup Garðabæ, Víði Skeifunni, Blómaval Skútuvogi, Nóatúni Austurveri, Fjarðarkaupum og Iceland Kópavogi.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.

 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com