Skip to main content
Stéttarfélag.is

Mjólkurvörur eru dýrar í 10-11

By December 4, 2023No Comments
Mjolkurvorur Web
Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á mjólkurvörum þann 25. október síðastliðinn. Verð voru athuguð í tíu verslunum og voru alls 318 vörur teknar til greina. Einnig voru borin saman verð á fimm undirflokkum: mjólk og rjómi, vegan vörur, smjör og ostar, jógúrt og AB mjólk, og skyr. Í öllum tilfellum var verðlag hæst í 10-11 og Krambúðinni og lægst í Bónus og Krónunni. 

Verðlag er reiknað með því að taka meðaltalsfjarlægð frá lægsta verði hverrar vöru fyrir sig, og endurspeglar hversu mikið hærra verð á vöru er að meðaltali frá þeirri verslun þar sem hún var ódýrust. 

Verðlag var lægst í Bónus, 0,4% frá lægsta verði þegar allar vörur eru skoðaðar, og lægst í öllum undirflokkum. Það var hæst í 10-11, 66% frá lægsta verði þegar allar vörur eru skoðaðar, og hæst í öllum undirflokkum nema jógúrt og AB mjólk, þar sem Krambúðin var dýrari. 

Mestur verðmunur var í undirflokkunum jógúrt og AB mjólk, þar sem verð í Krambúðinni voru að jafnaði 71% hærri en lægsta verð og í vegan vörum, þar sem verð í Krambúðinni og 10-11 voru að jafnaði 70% hærri en lægsta verð, og í flokknum mjólk og rjómi þar sem verð í 10-11 voru að jafnaði 71% hærri en lægsta verð. 

Fjarðarkaup var þriðja ódýrasta verslunin á heildina litið, og í öllum undirflokkum nema vegan vörum, þar sem hún var ódýrari en Krónan. 

Hér að neðan má sjá verðlag í öllum undirflokkum ásamt fjölda vara sem lágu til grundvallar samanburðinum. 

 Verð var einnig skoðað í Costco, en aðeins mátti finna 23 vörur þar af þeim sem voru til samanburðar. Verðlag á þeim var að jafnaði 5,7% lægra en þar sem það var lægst annars staðar — allt frá því að vera 15% ódýrara upp í að vera 9% dýrara. Hafa þarf í huga að einungis er hægt að versla í Costco ef greitt er fyrir aðgangskort. 

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ. 

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com