Skip to main content
AldanVMF

Mjólkurvörur hækka mikið í verði á milli ára

By September 3, 2015No Comments

Stærstur hluti af þeirri matvöru sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 24. ágúst sl. hefur hækkað í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í byrjun september 2014. Verð í verslunum Bónus, Krónunni, Iceland, Fjarðarkaupum, Samkaupum-Úrval og Hagkaupum hefur hækkað. Í verslunum Víðis og Nettó hefur verð frekar verið að lækkað en hækka, en í báðum verslunum er um verðlækkun að ræða í 60% tilvika.

Stærstur hluti af þeirri matvöru sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 24. ágúst sl. hefur hækkað í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í byrjun september 2014. Verð í verslunum Bónus, Krónunni, Iceland, Fjarðarkaupum, Samkaupum-Úrval og Hagkaupum hefur hækkað. Í verslunum Víðis og Nettó hefur verð frekar verið að lækkað en hækka, en í báðum verslunum er um verðlækkun að ræða í 60% tilvika.

Verðhækkanir í flestum vöruflokkum
 Áberandi er að vöruflokkurinn ostur, viðbit og mjólkurvörur er að hækka í öllum verslunum þrátt fyrir einstöku verðlækkanir. Sem dæmi um vörur sem hafa hækkað í verði má nefna að stoðmjólk frá MS hefur hækkað um 4-10%, undarrenna um 2-9%, Stóri Dímon um 1-9% og smjörvi um 1-25%. Af öðrum vörum sem hækka í verði má nefna „spelt flatkökur“ frá Ömmubakstri sem hafa hækkað um 7-19%. Kindabjúgu frá Búrfelli hafa hækkað í verði um 3-18%. Þurrvaran Tilda basmalti grjón 4*125 gr. hefur hækkað um allt að 16% og BKI kaffi classic hækkað um allt að 12%.

Sjáanlegar verðlækkanir
 Eins og fram hefur komið voru vörugjöld feld niður um áramótin og var sykurskattur hluti af þeim. Afnám hans má sjá í lækkun um 60-65% á ódýrasta kílóinu af sykri. Aðrar vörur sem innihalda mikinn sykur eða sætuefni hafa einnig lækkað í verði eins og gosdrykkir, m.a. hefur 2 l. af Mix lækkað um allt að 10%.

Sjá nánari niðurstöður í töflu á heimasíðu ASÍ

Um áramótin var hækkun á virðisaukaskatti úr 7 í 11%, sem gaf tilefni til 3,7% hækkunar á mat- og drykkjarvörum. Samanburðurinn sýnir í mörgum tilvikum hækkun umfram það.

Þær verðbreytingar sem hér eru birtar miða við breytingar á verði verslana milli verðkannana verðlagseftirlits ASÍ þann 1.9.14. og 24.8.15. Rétt er að árétta að mæld eru þau verð sem eru í gildi á hverjum tíma í versluninni og geta tilboðsverð haft áhrif á verðbreytingar einstakra vara.

Verðbreytingar eru skoðaðar í eftirtöldum verslunum; Bónus, Krónunni, Nettó, Iceland Fjarðarkaupum, Samkaupum Úrval, Víði og Hagkaupum.

 Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com