Skip to main content

Rafrænni atkvæðagreiðslu Öldunnar stéttarfélags um heimild til verkfallsboðunar lauk á miðnætti þann 20.apríl. Þátttaka í kosningunum var góð og skilaboð félagsmanna afdráttarlaus.

Rafrænni atkvæðagreiðslu Öldunnar stéttarfélags um heimild til verkfallsboðunar lauk á miðnætti þann 20.apríl. Þátttaka í kosningunum var góð og skilaboð félagsmanna afdráttarlaus.

Kosningin var annars vegar vegna almenna kjarasamnings SGS og SA og hins vegar vegna svokallaðs þjónustusamnings sem er fyrir starfsfólk í hótel- veitinga- og ferðaþjónustugreinum.

Á kjörskrá vegna almenna kjarasamningsins voru 305 félagsmenn og greiddu 175 þeirra atkvæði eða 57,38%
JÁ sögðu 170 eða 97,14%
NEI sögðu 4 eða 2,29%
Auðir seðlar voru 1 eða 0,57%
Ógildir seðlar: 0

Á kjörskrá vegna þjónustusamningsins voru 77 og kusu 18 eða 23,38%.
JÁ sögðu 17 eða 94,44%
NEI sagði 1 eða 5,56%
Auðir seðlar: 0
Ógildir seðlar: 0

Niðurstöður kosninganna verða sendar Samtökum atvinnulífsins og ríkissáttasemjara í dag. Náist ekki að semja  munu aðgerðir hefjast á hádegi þann 30.apríl, með allsherjarverkfalli um allt land sem standa mun fram til miðnættis þann dag. Síðan taka við verkfallslotur, fyrst dagana 6. og 7. maí, þá 19. og 20. maí og að lokum ótímabundið verkfall þann 26.maí.

Gera má ráð fyrir að mikið muni mæða á skrifstofu félagsins þá daga sem boðaðar verkfallsaðgerðir standa yfir og munu þær hafa áhrif á hefðbundna starfsemi félagsins. Viljum við því biðja félagsmenn að sýna þolinmæði og skilning þar sem hugsanlega verður ekki hægt að sinna nema allra brýnustu verkefnum. Við reynum þó að sjálfsögðu að gera okkar besta sem endranær.

Við þökkum félagsmönnum fyrir mjög góða kosningu og skýr skilaboð til okkar viðsemjenda.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com