Skip to main content
Aldan

Námskeið hjá NTV í boði fræðslusjóðanna

By October 29, 2020No Comments

Gerður hefur verið samningur við NTV skólann um fulla fjármögnun á 6 námskeiðum sem allt eru starfsþróunarmiðuð og verkefnadrifin fjarnámskeið. Hvetjum félagsmenn til að kynna sér málið.

Gerður hefur verið samningur við NTV skólann um fulla fjármögnun á 6 námskeiðum/námsleiðum sem allt eru starfsþróunarmiðuð og verkefnadrifin fjarnámskeið sem boðið verður upp á í samstarfi við aðildarfélög Landsmenntar, , Ríkismenntar, Sveitamenntar og Sjómenntar. Félagsmenn aðildarfélaga sjóðanna munu fá námskeið að fullu niðurgreidd.

Einstaklingar skrá sig hjá NTV skólanum eða í gegnum sitt stéttarfélag og mun skólinn senda reikninga beint á skrifstofu fræðslusjóðanna.

Þátttakendur skrá sig á námskeið á heimasíðu NTV, ýttu hér.

Verkefnið er tilraunaverkefni fram að áramótum og munu námskeiðin hefjast um mánaðarmótin okt/nóv nk. Öll námskeiðin, námsefni, verkefnavinna, verkefnaskil og samskipti eru inni á nemendaumhverfi NTV skólans í gegnum nettengingu.

Námskeiðin sem um ræðir eru þessi:

Bókhald Grunnur 8 vikur (120 kes.)

Digital marketing 7 vikur (112 kes.)

Frá hugmynd að eigin rekstri 4 vikur (60 kes.)

App og vefhönnun 6 vikur (90 kes.)

Vefsíðugerð í WordPress 4 vikur (50 kes.)

Skrifstofu og tölvufærni 6 vikur (96 kes.)

 

Nánari lýsingu á öllum námskeiðunum má finna með því að smella hér

Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér þetta tækifæri.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com