Skip to main content
Aldan

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn

By December 14, 2016No Comments

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lauk kl. 12:00 á hádegi í dag.

Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi lauk kl. 12:00 á hádegi í dag.

Aðild að samningnum eiga öll aðildarfélög Sjómannasambands Íslands að Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur og Verkalýðsfélagi Vestfirðinga undanskildum.

 Á kjörskrá voru 1.098 sjómenn og af þeim kusu 743 eða 67,7%.

 Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var þessi:

Já sögðu 177 eða 23,82% af þeim sem kusu.

Nei sögðu 562 eða 75,64% af þeim sem kusu.

Auðir seðlar voru 4 eða 0,54%

Samkvæmt framansögðu var því samningurinn felldur með meiri hluta greiddra atkvæða. Verkfall hefst því kl. 20:00 í kvöld (14. desember).

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com