Skip to main content

Opinn fundur trúnaðarráðs Öldunnar á mánudaginn síðastliðinn var vel sóttur og greinilegt að félagsmenn Öldunnar vilja láta sig málin varða enda lá fyrir að taka skyldi afstöðu til áframhalds eða uppsagnar kjarasamnings.

Opinn fundur trúnaðarráðs Öldunnar á  mánudaginn síðastliðinn var vel sóttur og greinilegt að félagsmenn Öldunnar vilja láta sig málin varða
enda lá fyrir að taka skyldi afstöðu til áframhalds eða uppsagnar kjarasamnings.
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, fór yfir forsendur kjarasamninga og fram kom í máli hans að samkvæmt mælingum ASÍ hefði kaupmáttaraukning  fólks á almennum og opinberum vinnumarkaði aukist að meðaltali síðustu 12 mánuði en sú aukning er þó einungis 0,5 %.
Horfur á árinu 2013 eru slæmar hvað varðar verðbólgu, búist er við 4-4,5 % verðbólgu, verulega hærri en væntanlegar launahækkanir 1. febrúar sem eru 3,25%.
Forsendur samninga eru því brostnar hvað varðar flest atriði og því aðeins spurning hvað á að gera. Til greina kemur þrennt:
1. Gera ekki neitt
2. Semja um viðbrögð við S. A.
3. Segja upp samningumÓlafur Darri fór vel yfir kosti og galla þessara valmöguleika og velti upp mögulegum atburðarásum sem gætu farið af stað eftir því hvaða leið yrði farin.  Í gangi eru núna viðræður milli  samninganefndar ASÍ  og SA um hugsanleg viðbrögð við forsendubresti og staðan gæti skýrst í vikulok. Drög að samkomulagi liggja fyrir og kynnti Ólafur Darri þau í meginatriðum.


Allnokkrar  og málefnalegar umræður spunnust út vegna núverandi stöðu mála og Ólafur Darri svaraði spurningum fundargesta.


Formaður óskaði eftir afstöðu fundarmanna til hvaða leiða yrði leitað.
Greidd voru atkvæði á fundinum og samþykkt samhljóða að segja ekki upp samningum að svo stöddu en reyna að semja um viðbrögð við forsendubresti.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com