Skip to main content
Stéttarfélag.is

Norðmenn takmarka starfsemi starfsmannaleiga

By May 10, 2023No Comments
ASI Fréttir 33
Norðmenn breyttu vinnumarkaðslöggjöf sinni í desember s.l. þannig að stjórnvöldum er gert heimilt að banna eða takmarka mjög notkun á starfsmannaleigum. Í skjóli þessara breytinga hafa allar ráðningar frá starfsmannaleigum á byggingarsvæðum í Ósló, Viken og á Vestfold algjörlega verið bannaðar. Áður en lögin tóku gildi höfðu bæði eistneskt og norskt starfsmannaleigufyrirtæki kvartað vegna lagabreytingarinnar til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Í frumvarpi sínu rökstyður ríkisstjórn Noregs lagabreytingarnar með því að það þríhliða samband sem stofnist við leigu starfsmanna samræmist illa reglum norsks vinnuréttar þar á meðal um vinnuvernd, öryggi og aðkomu trúnaðarmanna stéttarfélaga. Notendafyrirtækið sem ráði starfsmanninn hafi mikil áhrif á stöðu hans þó formlega sé það starfsmannaleigan sem sé „atvinnurekandi/launagreiðandi“ hans. Margt af því sem hafi bein áhrif stöðu og daglegt lífi starfsmannsins sé hins vegar utan valdssviðs þessa formlega „atvinnurekanda/launagreiðanda“. Þríhliða sambandið kljúfi hina hefðbundnu atvinnurekendaábyrgð og ábyrgð stéttarfélaga eins og þeirri ábyrgð sé skipað bæði með lögum og kjarasamningum.

Í bréfi til norskra stjórnvalda dregur ESA í efa að nýju reglurnar samrýmist tilskipun um 2008/104 og reglum EES um frjálst flæði þjónustu. Margt af því sem norsk stjórnvöld, eftir samráð við verkalýðshreyfinguna, bera fyrir sig til réttlætingar á þessum takmörkunum hefur íslensk verkalýðshreyfing ítrekað haldið fram og spennandi verður að sjá hver niðurstaða ESA og eftir atvikum EFTA-dómstólsins verður.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com