Skip to main content
AldanVMF

Nú er tíminn til að laga það sem laga þarf í samfélaginu

By May 25, 2020No Comments

Pistill forseta ASÍ

Það er tilefni til að þakka fyrir þær frábæru viðtökur sem framtíðarsýn ASÍ „Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll“ hefur fengið hjá almenningi, öðrum almannaheillasamtökum og félögum í aðildarfélögum ASÍ.

Það er tilefni til að þakka fyrir þær frábæru viðtökur sem framtíðarsýn ASÍ „Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll“ hefur fengið hjá almenningi, öðrum almannaheillasamtökum og félögum í aðildarfélögum ASÍ. Þetta skjal, sem byggt er á stefnu ASÍ og nauðsynlegum viðbrögðum við fyrirsjáanlegri kreppu hefur verið til umræðu í fjölmiðlum og á fundum og um þessar mundir fylgjum við því eftir með samtölum við aðildarfélög ASÍ um allt land. Við munum svo kynna betur áherslur og sýn á hin fjölmörgu viðfangsefni með veffundum á næstunni. Hvar sem við hittum félaga þá er verið að ræða spennandi hugmyndir til framtíðar þótt vissulega sé þungt fyrir fæti víða. Áhyggjur af atvinnuástandi og ekki síst sálarástandi fólks eru mikið til umræðu og oft er starfsfólk stéttarfélaga í þeirri stöðu að hlusta og hughreysta og aðstoða einstaklinga við að finna leiðir út úr erfiðleikum. Enn og aftur sýnir sig mikilvægi stéttarfélaga fyrir einstaklinga ekki síður en heilu starfstéttirnar. 
Flugfreyjur og flugþjónar hafa staðið í ströngu við að reyna að ná samningum og það er mikið áhyggjuefni ef reynt verður að brjóta á bak aftur samstöðu þeirra og stéttarfélag. Það er ekki einungis ógn við þau sem stétt heldur ógn við skipulag vinnumarkaðarins og launafólk sem sækir kjör sín í samstöðu stéttarfélaga. 
Að lokum vil ég minnast á tímamótasamkomulag sem við gerðum með Öryrkjabandalaginu og öðrum heildarsamtökum launafólks þar sem við lýstum stuðningi við baráttu fyrir framfærsluöryggi. Nú er tími stórra hugmynda og tími til að lagfæra það sem þarf í okkar samfélagi. Baráttan gegn fátækt má ekki verða hornreka í okkar stóru verkefnum heldur miðpunkturinn.

Bestu kveðjur,
Drífa

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com