Skip to main content

Í dag stendur Starfsgreinasamband Íslands (SGS), ásamt systursamtökum á Norðurlöndum, fyrir ráðstefnu gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar. Meðfram ráðstefnunni lét SGS, í samstarfi við Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, vinna rannsókn
á upplifun starfsfólks á kynferðislegri áreitni á vinnustað.

Í dag stendur Starfsgreinasamband Íslands (SGS), ásamt systursamtökum á Norðurlöndum, fyrir ráðstefnu gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni  innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar. Meðfram ráðstefnunni lét SGS, í samstarfi við Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, vinna rannsókn
á upplifun starfsfólks á kynferðislegri áreitni á vinnustað.

Rannsóknin var unnin af Félagsvísindastofnun og Steinunni Rögnvaldsdóttur félags- og kynjafræðingi og verða niðurstöður hennar kynntar nánar á ráðstefnunni í dag.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda m.a. til þess að 41% þeirra sem starfað hafa í þjónustustörfum einhvern tíma á síðustu 10 árum hafi orðið fyrir áreitni, 26,4% karmanna og 50,4% kvenna.  Þjónustustörf eru hér skilgreind sem störf á veitingahúsi (þar með talið kaffihúsi eða skyndibitastað) á hótelum eða í annarri ferðaþjónustu.  67,8% þeirra sem orðið hafa fyrir áreitni voru yngri en 24 ára þegar alvarlegasta atvikið átti sér stað (ef þau voru fleiri en eitt). Kynferðisleg áreitni hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu kvenna heldur en karla og það hefur meiri áhrif á öryggistilfinninguna að vera áreitt(ur) af vinnufélaga eða yfirmanni heldur en af viðskiptavini. Í yfir 60% tilvika kynferðislegrar áreitni í rannsókninni var gerandi viðskiptavinur, karlar verða frekar fyrir áreitni af hálfu viðskiptavina heldur en samstarfsmanna en algengara er að konur verði fyrir áreitni af hálfu samstarfsmanna eða yfirmanna.

Það er von SGS að þessi rannsókn og ráðstefnan í dag sé aðeins upphafið að stærra verkefni sem verður að koma kynferðislegri áreitni í samhengi við öryggi á vinnumarkaði og fjalla um það eins og önnur vinnuverndarmál. Rannsóknin sýnir svo ekki verður um villst að vandinn er síður en svo minni hér á landi en annars staðar og fullt tilefni til að taka alvarlega á málinu og vinna áfram að úrbótum. Þar bera margir ábyrgð; vinnueftirlit, atvinnurekendur, stéttarfélög, löggjafinn og framkvæmdavaldið.

Rannsóknina má skoða í heild sinni á heimasíðu SGS.

Close Menu

About Salient

The Castle
Unit 345
2500 Castle Dr
Manhattan, NY

T: +216 (0)40 3629 4753
E: hello@themenectar.com